fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Eyjan

Diljá vill skólabörn aftur í kirkjurnar – „Fólk hef­ur jafn­vel þurft að sitja und­ir póli­tísk­um áróðri í sunnu­dags­mess­um“

Eyjan
Föstudaginn 27. september 2024 14:00

Diljá Mist Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að prestar Þjóðkirkjunnar láti af pólitískum áróðri og ennfremur vill hún að kirkjan opni aftur dyr sínar fyrir skólabörnum á aðventunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Ýmsir kirkj­unn­ar þjón­ar stíga reglu­lega inn í umræðuna um mál­efni líðandi stund­ar. Fólk hef­ur jafn­vel þurft að sitja und­ir póli­tísk­um áróðri í sunnu­dags­mess­um. Fólk sem sæk­ir kirkj­ur til að iðka trú sína á heil­ög­um stað og á að njóta til þess þjón­ustu sömu þjóna. Ég er þeirr­ar skoðunar að prest­ar og aðrir fyr­ir­svars­menn kirkj­unn­ar eigi að forðast að stíga inn í póli­tísk deilu­mál og þræt­ur og taka af­stöðu í þeim. Slíkt er enda til þess fallið að skapa sundr­ung meðal fylg­is­manna kirkj­unn­ar og fjar­lægð frá þeim sem deila ekki skoðunum eða sýn með viðkom­andi,“ segir Diljá í grein sinni.

Hún segir boðskap kristninnar vera grunngildi samfélags okkar og hvetur Þjóðkirkjuna til að galopna kirkjudyr fyrir jólaheimsóknum barna á skólatíma. „Heim­sókn­um sem er rík hefð fyr­ir og við höf­um hér flest fengið að njóta gegn­um árin. Sann­ar­lega hafa ekki all­ar sókn­ir hagað störf­um sín­um með þeim hætti að af­lýsa heim­sókn­um, en skila­boð þeirra sem það hafa gert þykja mér miður.“

Diljá segir fráleitt að jólaheimsóknir skólabarna í kirkjur valdi sundrungu í samfélaginu, eins og sumir telja, og vill hún endurvekja þennan sið og telur aflagningu hans vera eftirgjöf gagnvart óumburðarlyndi:

„Ein­hverj­um hef­ur þótt kirkj­an vera að valda deil­um eða tog­streitu með því að bjóða ís­lensk­um skóla­börn­um í heim­sókn sam­kvæmt langri og fal­legri hefð. Það er auðvitað frá­leit eft­ir­gjöf gagn­vart óum­b­urðarlyndi ör­fárra. Auk þess er það þá í það minnsta verðugra verk­efni og sam­rým­ist bet­ur verk­efn­um kirkj­unn­ar en póli­tísk þrætu­epli hverju sinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Litla græna hagkerfið sem brennir olíu

Sigmundur Ernir skrifar: Litla græna hagkerfið sem brennir olíu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Venjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin hreykir sér af

Þorgerður Katrín: Venjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin hreykir sér af