fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Bergþór Ólason: Með ólíkindum að ráðherra kynni stefnumörkun í hvalveiðum sem samstarfsflokkarnir eru mótfallnir

Eyjan
Föstudaginn 27. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli hafa orðið við kröfu ráðherra Vinstri grænna um að fara á svig við lög og reglur varðandi brottflutning hælisleitanda, burtséð frá efnisatriðum málsins, kallar á skýringar. Með miklum ólíkindum er að matvælaráðherra sé að tilkynna á alþjóðlegum vettvangi stefnumörkun í hvalveiðimálum, sem ekki er stefna ríkisstjórnarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sé á eigin vegum að útskýra fyrir þjóðum að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar sé bara tímabundin della. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Ríkisstjórnin.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Ríkisstjórnin.mp4

„Ef ríkisstjórnin hangir saman þá er bara spurning hvort kosið verði seinni part apríl eða fyrri part maí,“ segir Bergþór.

Já, við erum búnir að þrengja þetta niður í nokkurra vikna glugga …

„Já, ég held að það sé svona að teknu tilliti til páska og síðan að júní er ekki vor, ef við horfum til vorkosninganna sem Svandís legur til, þá er þetta svona einhvers staðar þarna.“

Já, þú nefnir þann möguleika að stjórnin gæti liðast í sundur. Þau eru mörg málin þar sem reynir á límið í stjórnarsamstarfinu.

„Já, heldur betur. Það nýjasta er auðvitað bara þessi uppákoma í tengslum við hvalveiðarnar núna, sem er að birtast í fréttum í dag, að þarna sé ákvörðun matvælaráðherra um að stíga út úr þeim hópi ríkja sem hafa talað fyrir þessari sjálfbæru nýtingu sjávarauðlinda. Jón Gunnarsson er þarna á eigin vegum að reyna að útskýra fyrir þjóðum sem þarna eru að þessi stefnumörkun íslenskra stjórnvalda sé bara tímabundinn della og þetta er auðvitað eitthvað sem hlýtur bara að springa í loft upp á næsta ríkisstjórnarfundi, ef svona stefnumörkun er tekin án þess að það sé í einhvers konar sátt við samstarfsflokkana,“ segir Bergþór.

Hann segir að sér finnist ótrúlegt að ráðherra skuli ekki gefa sér tíma til að ræða við atvinnuveganefnd Alþingis um svona ákvörðun. „Ég gef mér að atvinnuveganefnd hljóti að taka þetta upp.“

Já, það má búast við að ráðherrann verði kallaður á fund atvinnuveganefndar til að gera grein fyrir þessari afstöðu.

„Ég held að það geti ekki annað gerst. Rétt eins og annað mál sem var hér í síðustu viku, varðandi brottflutning unga drengsins sem hér er, það að ráðherra Vinstri grænna hringi í ráðherra Sjálfstæðisflokksins um miðja nótt og geri kröfu um það að dómsmálaráðherra fari á svig við lög og reglur; það er auðvitað staða sem ótrúlegt er að ríkisstjórnarflokkarnir finni sig í, alveg burtséð frá efnisatriðum málsins, þá er bara þessi hluti þess – þetta er svona marglaga mál eins og oft vill verða – og þessi hluti þess, að ráðherra Vinstri grænna geri kröfu um að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins fari á svig við lög og reglur – mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt annað en að annaðhvort umboðsmaður Alþingis eða stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki þetta upp þannig að þingmönnum sé ljóst hvernig þetta atvikaðist. Það er nú þannig að ríkisstjórnin situr í skjóli þingsins.“

Og þetta er náttúrlega, eins ótrúlegt og það nú er að ráðherra Vinstri grænna hringi í dómsmálaráðherra úr öðrum flokki og biðji hann um að brjóta lög, þá er öllu ótrúlegra að ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli samþykkja það og brjóta þessi lög.

„Það er algerlega óskiljanlegt. Og, aftur segi ég bara, burt séð frá efnisatriðum málsins, það að það hafi verið orðið við þessari kröfu á þessum grundvelli kallar á skýringar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Hide picture