fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Nú er það aldeilis svart

Eyjan
Miðvikudaginn 25. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að aldrei hafi verið eins dimmt yfir fráfarandi ríkisstjórn eins og nú. Maskína birti nýja skoðanakönnun í gær sem sýnir enn á ný fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna sem fengju samtals einungis stuðning 24,7 prósent kjósenda. Aldrei hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælst svo lágt. Þingmannafjöldinn er kominn niður í 14 ef kosningar færu eins og könnunin sýnir en var 38 þingmenn eftir síðustu kosningar. Um algert hrun er því að ræða. Útlitið fyrir ríkisstjórnarflokkana hefur aldrei verið eins svart.

Orðið á götunni er að niðurstaða könnunar sem birtist í vikunni sem sýnir viðhorf kjósenda til einstaka ráðherra; hvort þeir hafi staðið sig vel eða illa í störfum sínum bæti gráu ofan á svart. Þeir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem mældust með bestan árangur fengu einungis rúm 7 prósent, en þegar sýnd var niðurstaðan um það hverjir hefðu staðið sig illa þá var Bjarni Benediktsson í sérflokki, en 38 prósent aðspurðra töldu að hann hefði staðið sig illa. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir með 10 prósent, aðrir mældust með fimm prósent eða minna.

Nú blasir við að Svandís Svavarsdóttir muni taka við formennsku í dánarbúi Vinstri grænna, en fylgi flokksins mælist einungis 3,7 prósent sem myndi þýða að flokkurinn kæmi engum manni á þing og hyrfi þá væntanlega af vettvangi íslenskra stjórnmála. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með meira fylgi og er líklegri en Vinstri græn til að eiga fulltrúa á Alþingi eftir næstu kosningar. Sósíalistar myndu þá eiga sína rödd á þingi þó Vinstri græn þurrkist út.

Orðið á götunni er að vel fari á því að tveir langóvinsælustu ráðherrar landsins, Bjarni og Svandís, leiði Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna í þeirri augljósu niðursveiflu sem flokkarnir ganga í gengum og ekkert bendir til að muni lagast miðað við ástandið í þjóðfélaginu sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir landmenn og ber ábyrgð á.

Orðið á götunni er að góðu fréttirnar fyrir landsmenn séu þær að Svandís Svavarsdóttir hefur nú lýst því yfir að hún telji að kosningar eigi að fara fram næsta vor í stað þess að bíða til hausts. Ætla má að það verði niðurstaðan varðandi kjördag. Þannig mun hörmungargöngu núverandi ríkisstjórnar ljúka hálfu ári fyrr en ella og þá getur endurreisnarstarfið hafist næsta vor undir forystu þeirra flokka sem kjósendur sýna traust um leið og þeir senda núverandi stjórnarflokka í langt og verðskuldað frí frá landsstjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði