fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Líkir Sigmundi Davíð við Georg Bjarnfreðarson

Eyjan
Miðvikudaginn 25. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins svarar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins fullum hálsi en Sigmundur kallaði Björn eins manns skrímsladeild. Segir Björn Sigmund Davíð minna um margt á hina ódauðlegu sjónvarps- og kvikmyndapersónu Georg Bjarnfreðarson sem eins og flestir ættu að vita var leikinn af Jóni Gnarr.

Sigmundur Davíð lét þessi orð í garð Björns falla í viðtali í þættinum Spursmál á Mbl.is.  Var Sigmundur Davíð með þessu að svara gagnrýni Björns á andstöðu hans við aðgerðir í loftslagsmálum en Björn hefur minnt á að það var í tíð Sigmundar Davíð sem að Ísland undirgekkst Parísarsamkomulagið um aðgerðir til að sporna við útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að þessi framganga Sigmundar Davíðs með tali um skrímsladeild minni óneitanlega á Georg Bjarnfreðarson:

„Þá minntust Smáfuglarnir á vefsíðunni www.amx.is þess, að í sjónvarpsþættinum Næturvaktinni, þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson birtist einu sinni sem leikari hafi hugtakið „skrímsladeild“ verið notað. Bensínafgreiðslumaðurinn Georg Bjarnfreðarson, montinn en vansæll vinstri maður með ótal háskólapróf, sagði við Hannes Hólmstein að hann væri fulltrúi „skrímsladeildarinnar“.“

Beri ábyrgð á eigin undirskrift

Minna ber á að Næturvaktin var frumsýnd árið 2007. Björn heldur síðan áfram með samlíkinguna:

„Yfirlæti Georgs með öll háskólaprófin sín á bensínstöðinni kemur mér í huga þegar ég les á mbl.is að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi endurtekið í sjónvarpsþættinum Spursmál sem blaðið sýnir að ég væri eins manns „skrímsladeild“ í Sjálfstæðisflokknum af því að ég minnti á að Sigmundi Davíð hentaði ekki núna að minnt væri á að hann skrifaði í desember 2015 undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmál. Það er nú ígildi alþjóðalaga og bindur meðal annars Ísland. Á mbl.is segir Sigmundur Davíð að það sé flökkusaga á vegum Sjálfstæðisflokksins að hann beri ábyrgð á eigin undirskrift!“

Í umræddum þætti gerði Sigmundur Davíð lítið úr ábyrgð sinni á málinu og sagði, samkvæmt endursögn Mbl.is, að að með Par­ís­ar­samn­ingn­um hafi Ísland aðeins und­ir­geng­ist viðmið. Hins veg­ar hafi ít­rekuð og yf­ir­grips­mik­il gull­húðun á reglu­verki orðið til þess að Ísland sé nú skuld­bundið til að ganga mjög langt í því að draga úr los­un, raun­ar svo langt að það sé nær ómögulegt að standa und­ir þeim kröf­um. Hann skýri það með því að árin sem miðað er við í Par­ís­ar­samn­ingn­um taki ekki til­lit til þess hversu langt Ísland hafi þá þegar gengið í sjálf­bær­um orku­lausn­um, bæði hvað varðar hag­nýt­ingu heits vatns við hús­hit­un og raforku­fram­leiðslu.

Ábyrgðin hans

Björn segir það hins vegar liggja fyrir hverjir beri ábyrgð á aðild Íslands að Parísarsamningnum:

„Sigmundur Davíð var þá forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Með honum stóðu að samningum um aðild að Parísarsamkomulaginu flokkssystkini hans, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Það er svo sem í samræmi við annað að Sigmundur Davíð vilji skella allri ábyrgð í þessu máli á þau þegar honum hentar ekki lengur að slá sér upp á því.“

Björn nýtir að lokum komu sundmannsins og ólympíufarans Antons Sveins McKee í Miðflokkinn til að hnýta í Sigmund Davíð:

„Nýlega gekk Anton Sveinn McKee ólympíufari til liðs við Sigmund Davíð af því að stefna hans og Miðflokksins, sérstaklega skynsemishyggja og sígilt frjálslyndi, höfðaði til sín. Skynsemishyggja væri hugmyndafræði sem legði áherslu á að ákvarðanir væru „teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för“. Spennandi verður að fylgjast með hvernig tekst að beita aðferðum skynsemishyggju til að ná utan um popúlískar skoðanasveiflur og skrímslafræði Sigmundar Davíðs.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”