fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín: Venjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin hreykir sér af

Eyjan
Laugardaginn 21. september 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjulegt fólk sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin segist bjóða upp á. Venjulegt fólk hefur séð greiðslubyrði lána tvöfaldast á nánast einni nóttu. Við súpum seyðið nú af því að stjórnleysi hefur ríkt í ríkisfjármálunum, líka í góðærinu fyrir Covid, þegar ríkissjóður var rekinn með halla í blússandi góðæri í stað þess að lagt væri til hliðar til mögru áranna, sem nú eru að hefjast. Íslensk stjórnsýsla hefur ekki verið eins snör í snúningum og stjórnsýslan hjá milljónaþjóðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Þorgerður Katrín - sept2024 - 2.mp4
play-sharp-fill

Þorgerður Katrín - sept2024 - 2.mp4

„Þetta hangir allt saman og í heimsóknum okkar finnum við þetta svo vel. Þetta er kannski líka það dásamlega við íslenska pólitík – það er auðvelt að nálgast pólitískt kjörna fulltrúa; það er nálægðin og við förum út, það er auðvelt að koma til okkar, hringja í okkur og svo framvegis. Það sem við höfum fundið í Viðreisn, sérstaklega í þessum heimsóknum okkar, hvort sem það er í fyrirtæki eða aðra vinnustaði, eða bara þegar fólk stoppar okkur á götu – það eru áhyggjur fólks af þessari efnahagslegu stöðu, ekki síst fólk á miðjum aldri – eða eldra, eins og á mínum aldri – það er með börn sem hafa fjárfest í fyrstu íbúð, þau eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið með kannski eitt eða tvö lítil börn. Þetta eru kennarar, þetta er skrifstofufólk, þetta eru smiðir, lögfræðingar, þetta er fólk út um allt í samfélaginu,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún segir allt þetta fólk eiga það sameiginlegt að greiðslubyrði lána hafi farið á einum mánuði úr 190-200 þúsund yfir í 390 þúsund. „Það getur engin meðalfjölskylda með meðaltekjur, venjulegt fólk – þegar það opnar heimabankann sinn um hver mánaðamót, það sér ekki veisluna sem ríkisstjórnin segist bjóða upp á. Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta er þessi heimatilbúni vandi. Þessar heimasmíðuðu reglur okkar Íslendinga bitna mest og verst á meðal fjölskyldufólki, á meðal tekjuhópnum, á þessu venjulega fólki sem bæði skattar bitna verst á, en líka þessar ákvarðanir, þetta regluverk sem við komum okkur upp, meðal annars í tengslum við íslenska krónu.“

Ofan á þetta bætist stjórnleysi í ríkisfjármálunum. Þorgerður segist þurfa að taka sérstaklega fram að Miðflokkurinn hafi staðið vel með þeim í að benda á þetta stjórnleysi, líka löngu fyrir Covid. „Við vorum farin að tala um þetta 2018. Við vöruðum við þessu í fjárlagaumræðunni 2019 að það yrði halli á ríkissjóði í blússandi uppsveiflu. Það var ekki verið að leggja til hliðar til mögru áranna. Nú eru mögru árin að hefjast. Aðhaldið sem við áttum að sýna í ríkisfjármálum; einfalda kerfið, nýta öll tækifæri til þess að fá sem mest út úr því fjármagni, af því að við erum eftir sem áður með eina mestu skattbyrði á Norðurlöndunum. Við erum þó ekki að fá meira út úr velferðinni, út úr menntakerfinu. Við vöruðum við þessu trekk í trekk,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún segir að vissulega hafi Viðreisn stutt Covid-aðgerðir en lagt á það áherslu að bregðast yrði skjótt við. „Það átti að gera meira strax og síðan að skrúfa fyrir mjög hratt og örugglega eins og t.d. Þjóðverjar gerðu, og aðrar þjóðir. Við erum miklu seinni, og þetta er m.a. það sem hefur verið gagnrýnt af Fjármálaráði og fleirum. Nú er alltaf verið að segja: Við erum svo lítil þjóð, við erum með svo frábæra stjórnsýslu sem hægt er að bregðast við mjög snögglega. Það er ekki þannig. Milljónaþjóðirnar eru að bregðast miklu fyrr við.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Hide picture