fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit

Eyjan
Laugardaginn 21. september 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fremsti lögfræðingur í sögu landsins, Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli sagði í frægri ævisögu sinni þessi fleygu orð: „Allt orkar tvímælis sem gert er.“ Það eru tvær eða fleiri hliðar á hverju máli. Lögmenn eru sérfræðingar að finna og skilgreina þessar ólíku skoðanir sem hina einu réttu. Í yfirstandandi deilum innan ríkissaksóknaraembættisins og útlendingamála eru dregnir fram óteljandi misvitrir lögfræðingar sem allir telja sig hafa úrskurðarvald í málinu. Hver einasti talar af miklum sannfæringarkrafti eins og hann standi fyrir framan kviðdóm í amerískri bíómynd. Fjölmiðlar birta gjarnan skoðanir þessara lögspekinga sem heilagan sannleika í ákveðnum málum. Dómsmálaráðherra fékk skýrslu frá tveimur lögfræðistofum sem beindu henni í sitt hvora áttina með fullnægjandi rökstuðningi. Kjarni málsins er sá að hægt er fá rökstutt lögfræðiálit fyrir hvaða dellumálstað sem er. Hlutverk dómstóla er að kveða upp dóm um réttmæti rökstuðnings þessara lögspekinga.

Þjóðin hefur alltaf verið hrædd við lögfræðinga og vafasamar álitsgerðir þeirra. Löglærðir íslenskir embættismenn Dana kúguðu alþýðu manna um aldir með lagabókstafinn að vopni. Jón Hreggviðsson sagði að vont væri þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti vegna þess að lögfræðiálitin væru svo oft misvísandi.

Sigurður Breiðfjörð skáld var einn þeirra sem missti bæði aleigu sína og æru í hendur innheimtulögfræðinga á 19. öldinni. Hann orti þessa skemmtilegu vísu um þá viðureign:

Þegar fyrst ég fóta naut
og fýstist sælli daga
i hausnum á mér hrærðu graut
hræfuglarnir laga.

(Mörgum nútímamönnum sem lent hafa illilega í klóm innheimtulögfræðinga finnst snjallt hjá Breiðfjörð að kalla lögmenn Laga-hræfugla)

Í rímum af Gunnari á Hlíðarenda er þessi kalda kveðja til lögfræðinga frá Sigurði:

Það er ekki því er ver,
þeir oss klóra á baki.
Hreppstjórar og hundarner
hafi þá og taki.

Báðar þessar vísur urðu landsfrægar og staðfestu álit margra á löglærðum embættismönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
28.09.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála