fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Eyjan

Bæjarstjórinn vill kvennaathvarf í höfuðstað Norðurlands til frambúðar – „Við viljum sannarlega allt til þess vinna“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 10:14

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaathvarfið á Akureyri leitar nú logandi ljósi að nýju húsnæði undir athvarfið, en samtökin missa núverandi húsnæði sitt um áramótin, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar segir þörfina brýna. 

„Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar,“

segir Ásthildur í grein sinni á Vísi.

Segir hún að leitað hafi verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hafi sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Bendir hún á að Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og eru einnig að byggja sér annað framtíðarhúsnæði.

„Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka.“

Segir Áshildur að allt frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hafi Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, „enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59