fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Eyjan

Hún getur kostað Trump sigurinn í kosningunum – Hver er hún?

Eyjan
Miðvikudaginn 18. september 2024 03:26

Laura Loomer. Mynd:Gage Skidmore/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs kona frá Arizona hefur vakið mikla athygli í herbúðum Donald Trump og nú hafa margir bandamenn hans varað við henni og segja að hún geti kostað Trump sigurinn í kosningunum.

Trump þarf venjulega ekki neina aðstoð við að vekja athygli, verða forsíðufrétt eða skapa sundrung. En nú er það fyrrgreind kona sem vekur einna mesta athygli í tengslum við framboð hans.

Hún heitir Laura Loomer og hefur sést við hlið Trump hvað eftir annað að undanförnu. Hún er sjálfskipaður samsæriskenningasmiður og hatar Íslamstrú eins og pestina. Það þarf því ekki að koman mikið á óvart að þegar hún er staðsett í hinu pólitíska litrófi lendir hún allra lengst til hægri, svo langt til hægri að það er ekki hægt að komast lengra.

En mörg ummæli hennar eru svo svakaleg að margir af ráðgjöfum Trump hafa varað hann við að hlusta á hana því hún geti í versta tilfelli kostað hann sigurinn í kosningunum í nóvember.  NBC News skýrir frá þessu og byggir á upplýsingum frá nokkrum ráðgjöfum Trump.

„Hún verður að fara. Laura Loomer getur ekki verið með. Það gengur bara ekki,“ hefur NBC eftir ónafngreindum bandamanni Trump sem bætti við: „Þessi kona réðist á varaforseta Bandaríkjanna með kynþáttahatri. Þetta var sjokkerandi og hún hefur ekki beðist afsökunar.“

Ummælin sem heimildarmaðurinn vísar til vöktu mikla reiði hjá bæði Demókrötum og Repúblikönum í síðustu viku. Loomer skrifaði þá á samfélagsmiðla að Hvíta húsið „muni anga af karrýi“ ef Kamala Harris sigrar í kosningunum.

Hún hélt síðan áfram og gerði grín að indverskum símaverum.

Karine Jean-Pierra, fjölmiðlafulltrúi Joe Biden, forseta, segir ummæli Loomer vera „eitrað kynþáttahatur“ og meira að segja J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, er ekki sáttur við þau. „Mér líka ekki þessi ummæli,“ sagði hann í samtali við NBC News.

Margir bandamenn Trump hafa lýst yfir áhyggjum af nánu sambandi hans við Loomer og óttast að ummæli hennar geti kostað hann atkvæði í sveifluríkjum á borð við Georgíu og Norður-Karólínu. Í þessum ríkjum búa margir kjósendur af indverskum uppruna.

En það er ekki bara kynþáttaníð Loomer sem vekur áhyggjur meðal bandamanna Trump, því samsæriskenningarnar þykja heldur ekki neinn kostur.

Loomer hefur meðal annars sagt að hryðjuverkaárásin á Bandaríkin þann 11. september 2001 hafi verið að undirlagi bandaríska stjórnvalda. Það vakti því að vonum mikla athygli þegar hún stóð við hlið Trump í Pennsylvania þegar þess var minnst að 23 ár voru liðin frá árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Launahæsta kona í heimi
Banaslys í Árborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast