fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Eyjan

Jóhann sakar ríkisstjórnina um blekkingar um kjarabót til eldri borgara – „Er ríkisstjórnin eitthvað að ruglast hérna eða er verið að plata fólk?“

Eyjan
Mánudaginn 16. september 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025.

Meðal annars mælti Sigurður Ingi fyrir því að fjárhæð frítekjumark ellilífeyrisþega hækki úr 300 þúsund krónum á ári upp í 438 þúsund á ári frá og með 1. janúar. Frítekjumark sé nú 25 þúsund á mánuði og hafi verið óbreytt frá upptöku frítekjumarksins árið 2017. Nýtt frítekjumark verði 36.500 krónur.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að í greinargerð fjárlagafrumvarps og á vef fjármálaráðuneytis sé fullyrt að þessi kjarabót muni skila flestum ellilífeyrisþegum 11.500 króna kjarabót á mánuði og 138 þúsund krónum á ári.

Jóhann Páll benti á að þessi boðað hækkun frítekjumarks muni ekki skila sér óskert í vasa ellilífeyrisþega. Hækkunin mun aðeins í reynd nema 5.200 krónum á mánuði og um 3.500 eftir skatt. Að setja þetta fram sem kjarabót upp á 11.500 sé villandi og jafnvel beinlínis blekkjandi.

Sagði Jóhann Páll í ræðu:

„Þetta er eitthvað sem allir ættu að sjá sem hafa lágmarks skilning á virkni skerðingarreglna í ellilífeyriskerfinu. Kjarabótin til eftirlaunafólks, sem leiðir af þessari hækkun, hún er ekki 138.000 kr. á ári eins og fjármálaráðuneytið heldur fram, heldur 62.000 kr. á ári eða 42.000 kr. eftir skatt. Svo ég spyr hæstvirtan ráðherra: Er ríkisstjórnin eitthvað að ruglast hérna eða er verið að plata fólk? Skilja ráðherrar ekki hvernig skerðingarreglurnar raunverulega virka eða er verið að kasta ryki í augu fólks? Og þetta er mjög alvarlegt. Hér er verið að bera á borð fyrir fólk að það sé verið að bæta kjör þess miklu, miklu meira heldur en er raunverulega verið að gera. Og þá spyr ég hæstvirtan ráðherra: Ætlar ráðherra að fylgja eftir því sem í rauninni er verið að lofa fólki og hækka þá frítekjumarkið meira þannig að þessir kjarabót raunverulega skilist til fólks eða ætlar hæstvirtur ráðherra að biðjast afsökunar á þessum ruglingi?“

Sigurður Ingi hélt því þó til streitu í svari sínu að hækkunin muni skila sér líkt og lofað er. Fyrir þá sem njóta í dag 25.000 frítekjumarks og nýta það munu geta nýtt hærra frítekjumark, 36.500 kr. eftir hækkunina. Eftir sem áður muni tekjur umfram frítekjumark koma til frádráttar en það séu ekki ný tíðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grímur furðar sig á íslensku lífeyrissjóðunum – Mikill munur á Íslandi og Danmörku

Grímur furðar sig á íslensku lífeyrissjóðunum – Mikill munur á Íslandi og Danmörku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Játning Bjarna – óhreinn og spilltur ríkisstjórnarflokkur

Orðið á götunni: Játning Bjarna – óhreinn og spilltur ríkisstjórnarflokkur