fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Eyjan

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 20:59

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fara nú fram á Alþingi. Útsending hófst kl. 19.40 og skiptast umræðurnar í tvær umferðir. 

Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Neðst í greininni má sjá röð flokkanna og ræðumenn þeirra. 

Hér fyrir neðan má sjá lesa ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, 8. þingmanns Suðvesturkjördæmis

Góðir áheyrendur, nær og fjær! 

Íslenskt samfélag er í tilvistarkreppu. Við erum harmi lostin vegna ofbeldis á götum úti og unga fólksins sem kveður okkur allt of snemma.  

Gulur september minnir okkur á þau.  

Hann minnir okkur líka á að djúpstæðan vanda er ekki hægt að leysa með röð átaksverkefna. Uppbygging heilbrigðis- og velferðarkerfis hlýtur að vera brýnasta verkefni  stjórnmálanna 

Íbúum þessa lands hefur fjölgað um 20% á síðastliðnum 10 árum. Í ofanálag tökum við á móti meira en tveim milljónum ferðamanna ár hvert. Því er ekki furða að reyni á innviði samfélagsins. 

Í þessu samhengi langar mig að nefna systur tvær. Þær heita Vanda Sig og Drífa Sig. og koma við sögu í lífi mínu daglega. Ég verð að viðurkenna að það er ekki alltaf gott jafnvægi á milli systranna Vöndu og Drífu og ég velti stundum fyrir mér hvort þær eigi ekki þriðju systurina: Hvíla Sig.  

Viðar Halldórsson félagsfræðingur bendir á í nýlegri grein að það sé eins og við höfum týnt okkur sjálfum og misst sjónar á töfrum þess að búa saman í samfélaginu. Allt þarf að gerast hratt og við viljum gleypa heiminn helst í einum bita. Við þurfum að minnka hraðann og draga úr samfélagslegri streitu. 

Orðræðan um innflytjendur er á köflum andstyggileg. Á henni bera stjórnmálamenn mesta ábyrgð. Í stað þess að ala á ótta og óöryggi væri nær að þakka þeim fyrir og halda því á lofti að án innflytjenda mundu velferðarkerfið og heilu atvinnugreinarnar á Íslandi vera óstarfhæfar. Í mínum huga er svokallaður útlendingavandi fyrst og fremst íslenskur; innflytjendur eru nógu góðir til að efla hagvöxt og velsæld en mega helst ekki komast í rjómann. 

 „Það eru engar hömlur á þau sem eiga peninga en alltaf verið að setja hömlur á okkur hin,“ sagði maður á fundi Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þar lýsti hann í einni setningu upplifun venjulegs fólks af eignaójöfnuði og misskiptingu. Þetta kristallast á húsnæðismarkaðnum þar sem fjársterkir aðilar kaupa upp íbúðir til Airbnb útleigu og einungis börn efnameiri foreldra komast inn á markaðinn.   

Tölum um menntun. 

Niðurstöður PISA sýna okkur að börn sem standa veikt félagslega og efnahagslega koma verr út og staða þeirra hefur versnað. Hér er komið verkefni sem snertir kjarna jafnaðarstefnunnar og lífssýnar okkar sem hana aðhyllumst. Ójöfnuður innan menntakerfisins er ólíðandi.  

Bakslagið í jafnréttisbaráttunni veldur mér áhyggjum.  

Enn eru ævitekjur kvenna 20% lægri en karla ogsvennastéttir knýja réttilega á um betri kjör og starfsumhverfi en í stað þess að fjármagna leikskólastigið betur er hafin tilraunastarfsemi með leikskólana án þess að jafnréttisáhrif þeirra hafi verið metin. 

Ég er í engum vafa um að stytting vinnutíma og betra starfsumhverfi á leikskólum skilar sér í betri mönnun. En þjónustuskerðing og hækkuð gjöld kemur verst niður á þeim  foreldrum sem síst mega við því.   

Það er leitun að fyrirkomulagi sem gengur eins augljóslega gegn hagsmunum kvenna og lágtekjufólks á vinnumarkaði. Og gleymum því ekki að hér fara hagsmunir barna og foreldra saman 

Í 11 mánuði höfum við horft upp á Ísralesher gereyða Gasaströndinni og nú eru þeir byrjaðir á Vesturbakkanum. Tvö og hálft ár eru frá innrás Rússlands í Úkraínu og í Súdan geisar nú eitt hryllilegasta stríð sem sögur fara af. Er það nema von að fólk spyrji: hvar eru friðflytjendurnir? Við stöndum frammi fyrir alþjóðakerfi á brauðfótum þar sem hagsmunir stórvelda og vopnaframleiðenda hafa orðið ofan á 

Að lokum.  

Við þingsetninguna í gær hlýddum við á boðskap nýs biskups og ræðu nýs forseta. Þar gat að líta nýja ásýnd og nýjar áherslur þessara mikilvægu embætta. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að nýr forsætisráðherra bætist í þennan fríða hóp. 

 

Hér fyrir neðan er röð flokkanna og ræðumenn þeirra.

Sjálfstæðisflokkur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrri umferð

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í seinni umferð

Samfylkingin

Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Flokkur fólksins

Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Tómas A. Tómasson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í seinni umferð

Píratar

Halldóra Mogensen, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrri umferð

Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í fyrri umferð

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í seinni umferð

Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð

Hanna Katrín Friðriksson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð

Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Setningarávarp forseta Íslands: „Samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi“

Setningarávarp forseta Íslands: „Samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Játning Bjarna – óhreinn og spilltur ríkisstjórnarflokkur

Orðið á götunni: Játning Bjarna – óhreinn og spilltur ríkisstjórnarflokkur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann: Hvað gerist ef Trump tapar? – önnur árás á þinghúsið?

Eiríkur Bergmann: Hvað gerist ef Trump tapar? – önnur árás á þinghúsið?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Verðlagning á peningum skiptir meginmáli

Sigmundur Ernir skrifar: Verðlagning á peningum skiptir meginmáli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tómas Ragnarz skrifar: Hvað er „hybrid“ vinnuaðstaða?

Tómas Ragnarz skrifar: Hvað er „hybrid“ vinnuaðstaða?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“