fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Harris stóð sig mun betur en Trump í kappræðum næturinnar – „Hún valtaði yfir hann“

Eyjan
Miðvikudaginn 11. september 2024 04:28

Trump og Harris í kappræðum næturinnar. Skjáskot/WSJ/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris og Donald Trump mættust í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem þau mættust í kappræðum og var þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu. Almennt séð virðast fréttaskýrendur á því máli að Harris hafi staðið sig mun betur og sumir ganga svo langt að segja að hún hafi valtað yfir Trump.

Chris Wallace, fréttamaður CNN, ræddi við Jake Tapper, sem stýrði kappræðum Trump og Biden í júní en þær enduðu hörmulega fyrir Biden eins og flestir muna eflaust. Wallace var ekkert að skafa utan af hlutunum og sagði: „Jake, ég hélt ekki að ég myndi nokkru sinni sjá kappræður sem voru jafn skelfilegar, eins og þær sem þú og Dana stýrðuð í júní, þegar Joe Biden gerði í raun og veru út af við kosningabaráttu sína. Ég held að kvöldið í kvöld hafi verið jafn slæmt en núna fyrir Trump.“

Trump er sjálfur á öðru máli og þegar hann ræddi við fréttamenn að kappræðunum loknum sagði hann meðal annars: „Ég held að þetta séu bestu kappræður mínar í sögunni. Mjög mikilvægar kappræður. Þetta var áhugavert og sýndi hversu veik staða þeirra er, hversu brjóstumkennanleg þau eru,“ sagði hann.

Hann sakaði stjórnendur kappræðnanna um að hafa verið í liði með Kamala og að hann hafi verið einn á móti þremur á sviðinu.

Fréttamaður dönsku TV2 sjónvarpsstöðvarinnar náði tali af Trump skömmu eftir að kappræðunum lauk og spurði hann hvað honum fyndist um kappræðurnar: „Ég tel þetta hafa verið góðar kappræður. Ég hef tekið þátt í mörgum góðum kappræðum og finnst þetta hafa verið besta frammistaða mín,“ svaraði forsetinn fyrrverandi.

Mirco Reimer-Elster, sem er sérfræðingur í bandarískum málefnum, sagði í samtali við TV2 að Harris hafi staðið sig miklu betur en Trump: „Hún veitti honum ekki bara harða samkeppni, hún valtaði yfir hann.“ Hann sagði engan vafa leika á að Harris sé sigurvegari kappræðnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð