fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Stuð og stemning fer í taugarnar á Brynjari

Eyjan
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:12

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir og fyrrum lögmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rýnir í sjálfan sig og segist lítt brosmildur og stuð og stemning fara í taugarnar á honum.

„Margir eru þeirrar skoðunar að ég sé ekki rétti maðurinn til að vera talsmaður kynþokkans, hvað þá gleðinnar. Örugglega margt til í því en ég vil þó benda á að ég er kominn með þokkalega stór brjóst í seinni tíð og ég er ekki alltaf með krepptan hnefa í vasa þótt ég brosi ekki að óþörfu. Brosmildi er bara ekki í ættinni, einkum karlleggnum, og stuð og stemmning fer eiginlega í taugarnar á okkur,“ segir Brynjar á Facebook-síðu sinni. 

Færslur hans þar eru gjarnan með kaldhæðnum tón og dansar Brynjar á þeirri þunnu línu sem skilur milli húmors og kaldhæðni. Vísar hann með orðum sínum til fyrri færslu sinnar þar sem Brynjar gagnrýndi nýjar auglýsingar flugfélagsins Play.

„En það sem truflar okkur mest er stjórnlyndi, frekja og yfirgangur, sem virðist ágerast í okkar góða samfélagi, og auðvitað alltaf í góðum tilgangi. Munurinn á gömlu góðu Soffíu frænku og sumum Soffíum í dag er að sú gamla var góðmennskan uppmáluð og bar umhyggju fyrir öðrum en nýja Soffía er gjarnan illgjörn og ofstopafull og skeytir hvorki um skömm né heiður til að ná sínu fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “