fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Eiríkur Bergmann: Bandaríkin eins og út úr bíómynd frá 1985

Eyjan
Þriðjudaginn 10. september 2024 20:30

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Bandaríkin séu vagga tækniframfara og snjalltæknin komi mikið til þaðan eru þau þó mjög aftarlega á merinni sem samfélag, þegar kemur að því að hagnýta alla þessa tækni. Gróskan er utan Bandaríkjanna og raunar utan vesturlanda. Asía og rómanska Ameríka eru á fullri ferð og innviðir víða í Asíu taka innviðum vesturlanda langt fram. Eiríkur Bergmann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Eirikur Bergmann 5.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Eirikur Bergmann 5.mp4

„Fótspor vesturlanda minnkar. Ég hef átt því láni að fagna að vera boðinn hingað og þangað, hef verið að þvælast dálítið í rómönsku Ameríku, og maður sér bara veröldina vera að rísa einhvern veginn alls staðar, allt í kringum vesturlönd. Mér finnst vesturlönd stundum vera eins og roskin hjón sem eru ein eftir í allt of stóru einbýlishúsi, börnin eru flutt að heiman, og þau óttast umhverfi sitt. Þau eru farin að loka sig af og þekkja ekki lengur umhverfið. Eina sem þau gera er bara að styrkja þjófavörnina hjá sér,“ segir Eiríkur.

Hann segir mikla grósku eiga sér stað annars staðar í heiminum. „Asía, hvernig Asía hefur verið að rísa; að koma í borgir Asíu – Bandaríkin eru eins og föst í níunda áratugnum samanborið við þróaðar borgir Asíu. Það er allt að grotna niður í innviðum, lestarkerfið er ónýtt, vegirnir og allt, hvernig fólk ferðast um. Þessi þróun er annars staðar en á vesturlöndum,“ segir Eiríkur.

Bandaríkin held ég að sitji aftar á merinni en Evrópa.

„Já, og maður finnur það í Bandaríkjunum, eins og það er nú gaman að þvælast þarna um, þá finnst mér alltaf eins og ég sé í bíómynd frá 1985 eða eitthvað svoleiðis. Jæja, nú er ég kannski aðeins farinn að bulla, má það ekki alveg í þessum þætti hjá þér?“

Þú ert ekki sá fyrsti.

„En svona blasir þetta stundum við manni, þetta er eitt af því sem rennur um hugann.“

Já, Bandaríkin, þetta mikla tæknisamfélag, tæknifyrirtækin eru gjarnan bandarísk, þetta er svona það sem er fremst í heiminum, en Bandaríkin sem samfélag, í Bandaríkjunum borga menn enn þá rafmagnsreikninginn með því að skrifa tékka og senda hann í pósti.

„Einmitt, það er margt einhvern veginn svona. En svo gengur maður um Palo Alto og Kísildalinn, og allt þetta dót sem ég er með hérna í Apple símanum mínum og allt þetta dót, þetta kemur allt meira og minna frá Bandaríkjunum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture