fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Birtingarmynd spillingar, kjördæmapots og fullkomins virðingarleysis gagnvart skattgreiðendum

Ólafur Arnarson
Laugardaginn 7. september 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku rauk formaður samgöngunefndar Alþingis upp til handa og fóta vegna ótryggs ástands vegarins um Strákagöng og sagði að forgangsraða þyrfti upp á nýtt í samgöngumálum, setja 19 milljarða í að bora ný göng í gegnum Tröllaskaga til að hægt verði áfram að keyra stystu leið milli Skagafjarðar og Siglufjarðar.

Raunar er almenna reglan sú, að þegar áætlað er að opinberar framkvæmdir kosti 19 milljarða er ekki óvarlegt að reikna með því að kostnaðurinn verði nær 40 milljörðum þegar upp er staðið.

Bjarni Jónsson, Skagfirðingur og formaður samgöngunefndar Alþingis, telur eðlilegt að dregið verði úr vegaframkvæmdum annars staðar á landinu til að Skagfirðingar hafi það sem allra best. Hann lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hringvegurinn sé víða hreinlega í molum og stórvarasamur og vegir víða annars staðar á landinu, t.d. á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum, séu þannig að vegfarendur þar eru í beinni lífshættu vegna lélegs ástands veganna.

Ekki virðist það skipta Bjarna miklu máli þótt einungis sé liðinn rúmlega áratugur síðan Héðinsfjarðargöngin, sem tengja Siglufjörð við Akureyri og hringveginn, voru opnuð. Uppreiknað kostuðu þau göng um 25 milljarða króna. Um Héðinsfjarðargöngin eru öruggar og áreiðanlegar samgöngur við Siglufjörð allt árið um kring og er því hægt að telja Siglufjörð til atvinnusvæðis Eyjafjarðar og Akureyrar eftir opnun þeirra.

Áður fyrr tilheyrði Siglufjörður Norðurlandi vestra en frá 2003 hefur Siglufjörður tilheyrt Norðausturkjördæmi og því standa engin sérstök rök til þess að halda endilega opinni eða opna sérstaklega einhverja flýtileið milli Skagafjarðar og Siglufjarðar. Í núverandi efnahagsástandi standa því engin rök til að verja tugum milljarða í að bæta enn samgöngur til Siglufjarðar.

Ef horft er aðeins á fjarlægðir í þessum efnum kemur í ljós að leiðin milli Reykjavíkur og Siglufjarðar um Eyjafjörð er um 443 km. Gamla leiðin um Strákagöng ef farið var um Þverárfjall er 383 km. og munar því 60 km. á vegalengdinni. Að hinu ber hins vegar að gæta að yfir veturinn er Þverárfjall oft lokað og því er eðlilegt að nota leiðina um Varmahlíð frekar til samanburðar. Sú leið er 410 km. og því munar einungis 33 km. hvað sú leið er styttri en að fara um Eyjafjörð og Héðinsfjarðargöng. Það er því alls ekkert neyðarástand þótt veginum um Strákagöng yrði einfaldlega lokað og umferð beint um Héðinsfjarðargöng.

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður samgöngunefndar Alþingis, vill með öðrum orðum setja tugi milljarða í að stytta leiðina til Siglufjarðar um 33 km. þrátt fyrir að þjóðvegakerfi landsins alls sé að verulegu leyti í molum og orðið stórhættulegt íbúum þessa lands og ferðamönnum sem leggja leið sína um landið.

Sú pólitík sem formaður samgöngunefndar Alþingis rekur er birtingarmynd spillingar, sóunar, óreiðu og kjördæmapots. Þingmaður sem rekur slíka pólitík ber enga virðingu skattgreiðendum eða almannahag. Stjórnarandstaðan þarf að standa vel í lappirnar til að koma í veg fyrir þá firringu sem formaður samgöngunefndar og ríkisstjórnin standa fyrir í þessum efnum. Ef að líkum lætur mun Bjarni Jónsson ekki hafa tækifæri til að sólunda almannafé eftir næstu kosningar þar sem flokkur hans þurrkast líkast til af þingi eða því sem næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”