Aðeins hafa um 31,5 prósent flokka eða samtaka, sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022, skilað ársreikningi ársins 2022. Frá þessu greinir Ríkisendurskoðandi sem segir ársreikningaskil stjórnmálasamtaka í ólestri.
Stjórnmálaflokkum ber lögum samkvæmt að skila ársreikning fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Fyrir árið 2022 hafa, líkt og áður segir, aðeins 31,5 prósent flokka og samtaka skilað reikningum.
„Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóð og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra.
150 aðilar þáðu greiðslur frá sveitarfélögunum árið 2022, en engu að síður eru bara 21 aðili skráðir á stjórnmálasamtakaskrá. Skilyrði úthlutunar fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum sé að flokkar séu skráðir sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og birt á stjórnmálasamtakaskrá.
Á vanskilalista Ríkisendurskoðunar fyrir stjórnmálaflokka og árið 2022 má sjá upptaliningu á þeim sem ekki hafa skilað ársreikning.
Þetta eru til dæmis: