fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Eyjan

Landsmönnum finnst flugfélagið PLAY hafa jákvæðari áhrif á samfélagið en Icelandair

Eyjan
Fimmtudaginn 5. september 2024 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum finnst flugfélagið PLAY hafa jákvæðari áhrif á samfélagið en Icelandair samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem birt var í gær. Sjálfbærniásinn, sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni, var kynntur í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknin er framkvæmd af Prósenti í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Fimmtán þúsund Íslendingar 18 ára og eldri voru í úrtakshópi Prósents.

Icelandair stóð PLAY talsvert að baki

Íslensk erfðagreining mældist hæst þeirra fyrirtækja sem mæld voru en alls hlutu sextán fyrirtæki viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. 

Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er afbragðsgóð frammistaða.

Alls voru veitt verðlaun í fjórtán flokkum en athygli vakti að flugfélagið PLAY skákaði samkeppnisaðilinum Icelandair duglega. PLAY hlaut 73, sem flokkaðist sem afbragðsgóð frammistaða, en Icelandair stóð þeim talsvert að baki með 64 stig, sem flokkast sem góð frammistaða.

Ein af lykilspurningunum sem lagðar voru fyrir úrtakshópinn var spurningin: Ég er ánægður með framlag fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Má því túlka niðurstöðurnar á þann veg að Íslendingar séu ánægðari með framlag Play til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið en Icelandair.

Indó kafsigldi bankanna

Þá vekur einnig athygli að sparisjóðurinn Indó kafsigldi önnur fjármálafyrirtæki í rannsókninni. Indó fékk einkunnina 85, og var í öðru sæti íslenskra fyrirtækja, en Auður, fjármálaþjónusta Kviku stóð sjóðnum talsvert að baki með einkunnina 75. Viðskiptabankarnir þrír voru hins vegar langt fyrir aftan með einkunnirnar 51 (Landsbankinn), 49 (Arion banki) og 46 (Íslandsbanki).

Hér er hægt að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg skýtur fast á „Litla-Miðflokkinn“ 

Þorbjörg skýtur fast á „Litla-Miðflokkinn“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Franklín segir að Valhöll hafi sett fótinn niður þegar ungir sjálfstæðismenn vildu ræða ákveðið mál

Franklín segir að Valhöll hafi sett fótinn niður þegar ungir sjálfstæðismenn vildu ræða ákveðið mál
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins: Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu talsvert á eftir Norðurlöndunum

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins: Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu talsvert á eftir Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna dauð – verður næsta stjórn skipuð Samfylkingu, Miðflokki og Viðreisn?

Orðið á götunni: Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna dauð – verður næsta stjórn skipuð Samfylkingu, Miðflokki og Viðreisn?