fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum

Eyjan
Fimmtudaginn 5. september 2024 10:23

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Þetta er hugleiðing sjálfstæðismanns, sem hyggst ekki yfirgefa flokkinn þótt hann hafi oftar en ekki orðið undir í mörgu og fýlan lekið af honum. Hann trúir á hugmyndafræði um frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem er bara ekki að finna í öðrum flokkum svo nokkru nemi. Og hann veit að þessi hugmyndafræði og borgaraleg sjónarmið er forsenda fyrir framþróun og velferð,“

segir Brynjar Níelsson samfélagsrýnir og fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.

Segir Brynjar að Í gegnum tíðina hafi það verið mikil gæfa fyrir borgaraleg öfl í landinu að sameinast í Sjálfstæðisflokknum fyrir utan þá sem eru í Framsókn af einhverjum genetískum ástæðum. 

 „Soldið sérstakt nafn á þeim flokki því elstu menn minnast þess ekki að framsækni hafi verið áberandi þar á bæ. Á sama tíma hafa vinstri öflin verið tvístruð út og suður sem hefur leitt til þess að borgaralegu flokkarnir hafa meira og minna stjórnað landinu frá því að þjóðin varð sjálfstæð. Þessar borgaralegu ríkisstjórnir leiddu þjóðina úr sárri fátækt í velferðarsamfélag, sem skorar hvað hæst í öllum mælikvörðum um velferð, sem er talsvert afrek hjá svona fámennri þjóð,“ segir Brynjar sem segir blikur á lofti.

 „Fjöldi frjálslyndra íhaldsmanna hægra megin hafa lagt lag sitt við Viðreisn, sem hefur einkum á stefnuskrá sinni að draga úr sjálfstæði þjóðarinnar, og svo  við Miðflokkinn, afsprengi Framsóknar, sem er álíka framsækinn og frjálslyndur og móðurflokkurinn. Jafnvel einhverjir lagt lag sitt við flokka sem einkum eru þekktir fyrir tækifærismennsku, eins og Flokk fólksins og Samfylkinguna. Þessi þróun veikir mjög borgaralegu öflin og frelsið mun víkja fyrir stjórnlyndinu.

Það er engin lausn að leita uppi sökudólga fyrir þessari þróun,“ segir Brynjar.

Segir hann að nú Sjálfstæðismenn að taka sig saman í andlitinu og reyna að snúa henni við. Það séu ekki bara hagsmunir þeirra undir heldur þjóðarinnar allrar. 

 „Vil þó benda kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á, bæði á þingi og sveitarstjórnum, að það er ekki árangursríkt í þeirri viðleitni, að vega að traustum flokksmönnum á opinberum vettvangi vegna þess að við erum ósammála þeim í einhverjum atriðum eða finnst málflutningur þeirra hallærislegur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki og á ekki að vera klíkubandalag kjörinna fulltrúa og vina þeirra, sem þola ekki andstæð sjónarmið eða gagnrýni hins venjulega flokksmanns. Hann á að vera breiðfylking eins og hann hefur verið lengi. Stundum verða sjónarmið okkar undir og stundum ofan á. Flótti er aldrei góð lausn og grasið er örugglega ekki grænna annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu