fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Björn Leví birtir athyglisverðar tölur – „Erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. september 2024 15:30

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer í aðsendri grein á Vísi yfir þróun kaupmáttar og ráðstöfunartekna á Íslandi síðustu árin. Segir hann fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um auknar ráðstöfunartekjur og hækkandi kaupmátt varpa upp skakkri mynd af stöðunni eins og hún sé í raun og veru. Þegar komi að þessum þáttum standi Ísland Norðurlöndunum að baki.

Björn Leví vitnar í skýrslu rannsóknastofnunarinnar Nordregio og birtir mynd úr skýrslunni sem hann segir sýna hækkun kaupmáttar á Norðurlöndunum öllum á árunum 2018-2022. Raunar stendur á myndinni að um sé að ræða „household disposable income change“ sem er breyting ráðstöfunartekna en þar sem þær eru augljóslega nátengdar kaupmætti skiptir það ekki öllu máli.

Á myndinni sést að hækkunin á þessu tímabili er mest á Íslandi, frá 10 og yfir 20 prósent, mismunandi eftir landshlutum. Björn Leví segir þetta ekki segja alla söguna hins vegar.

Björn birtir aðra mynd úr skýrslunni þar sem sést miðgildi ráðstöfunartekna. Þar er Noregur efst og Danmörk skammt undan en Ísland er á botninum. Hann segir að þrátt fyrir aukninguna hér á landi þá sé Ísland:

„Samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum.“

Miðgildið er mælt í samræmdum gjaldmiðli (PPS) sem er mælieining sem er hugsuð til að auðvelda samanburð milli ólíkra gjaldmiðla.

Á botninum

Síðasta myndin sem Björn Leví birtir upp úr skýrslunni er yfir ráðstöfunartekjur á hvert heimili í samræmdum gjaldmiðli á árunum 2015-2022. Af öllum Norðurlöndunum er Ísland neðst. Grænland, Færeyjar, og Álandseyjar eru einnig fyrir ofan Ísland. Þessi liður hefur þó farið lækkandi í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, hækkað á Íslandi en hækkunin er þó nokkuð meiri í Noregi.

Björn Leví segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að skoða þessi atriði í samhengi:

„Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar – þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu.“

Engar töfralausnir

Hann vísar einnig til þess að samkvæmt tölum Hagstofunnar hafi kaupmáttur á Íslandi farið lækkandi síðan 2022. Það skorti á að talað sé um heildarmyndina:

„Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni – án samhengis.“

„Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið – sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin.“

Björn Leví segir hins vegar það vera enga töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil og heldur ekki að afnema verðtryggingu. Slíkar breytingar krefjist nýrrar efnahagsstjórnar:

„En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar – án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana.“

Grein Björn Leví er hægt að lesa í heild sinni hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun