fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Eyjan

Ómar ráðinn sölu- og markaðsstjóri First Water

Eyjan
Þriðjudaginn 3. september 2024 09:44

Ómar Grétarsson Mynd/Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Ómar Grétarsson til að stýra sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins. Ómar er með BS gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu þegar kemur að laxeldi en ferill Ómars í geiranum nær aftur til ársins 2013 þegar hann hóf störf sem sölustjóri hjá Fjarðalaxi. Eftir sameiningu fyrirtækjanna Fjarðalax og Arnarlax, undir merkjum þess síðarnefnda árið 2016, starfaði Ómar sem sölustjóri þar til á þessu ári þegar hann var ráðinn til First Water.

„Ég er virkilega ánægður með að fá Ómar til liðs við okkur enda reynslubolti á laxeldissviðinu en þeir eru svo sannarlega ekki á hverju strái hérlendis. Ómar kemur inn á hárréttum tíma til að styðja við uppbyggingu fyrirtækisins en við hjá First Water ætlum okkur stóra hluti. Fyrst og fremst leggjum við þó mestan metnað í að hátta störfum okkar þannig að jafnvægi gæða, næringar og náttúru haldist í hendur og vöndum okkur því við að framleiða hágæða lax á eins umhverfisvænan máta og okkur er unnt. Ómar skilur fyrir hvað við stöndum og ég er viss um að hann á eftir að setja jákvætt mark á fyrirtækið,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water

Eldisstöð First Water er staðsett í Þorlákshöfn en uppbyggingin á svæðinu er í sex áföngum og eru áætluð verklok framkvæmda árið 2029. Í sumar voru um 200 einstaklingar að störfum hjá fyrirtækinu og í árslok er stefnt að því að um 1500 tonn af laxi hafi verið framleidd.

„Ég geng spenntur inn í nýtt starf og vonast til að brennandi áhugi minn og rík reynsla í sölu- og markaðsmálum, tengdum íslenskum laxi, komi vel að notum. Eins lít ég á þetta sem kjörið tækifæri fyrir mig til að læra meira og þróast með þeirri metnaðarfullu starfsemi sem á sér stað hjá First Water,“ segir Ómar Grétarsson, nýr sölu- og markaðsstjóri First Water.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Hið fullkomna gegnsæi

Svarthöfði skrifar: Hið fullkomna gegnsæi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

 „Ekki viðunandi staða“ – Vilhjálmur hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni 

 „Ekki viðunandi staða“ – Vilhjálmur hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vatnajökulsþjóðgarður – ráðaleysið og sleifarlagið eins og úr dystópískri vísindaskáldsögu

Orðið á götunni: Vatnajökulsþjóðgarður – ráðaleysið og sleifarlagið eins og úr dystópískri vísindaskáldsögu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Topparnir hjá Högum fá kauprétt á sama tíma og áfengissala Hagkaupa opnar – Stærsti hluthafinn reyndi að sporna við

Topparnir hjá Högum fá kauprétt á sama tíma og áfengissala Hagkaupa opnar – Stærsti hluthafinn reyndi að sporna við