fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Þorbjörg skýtur fast á „Litla-Miðflokkinn“ 

Eyjan
Mánudaginn 2. september 2024 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar.

Þorbjörg skrifar pistil á Facebook þar sem hún fjallar um flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um helgina. Skýtur hún á flokkinn og kallar hann „Litla-Miðflokkinn“ sem gera má ráð fyrir að sé vísun í þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú minni en Miðflokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem birtar voru í liðinni viku.

„Ekkert er þeim að kenna – en bara ofboðslega erfið staða. Vandamálið er allt þetta fólk sem hefur yfirgefið þau. Í heimi Litla-Miðflokksins eru einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna,“ segir Þorbjörg og bætir við að það þyki þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár. Á sama tíma sé verðbólgan gerð að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál.

Franklín segir að Valhöll hafi sett fótinn niður þegar ungir sjálfstæðismenn vildu ræða ákveðið mál

„Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki. Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum,“ segir Þorbjörg og rifjar upp að þegar Bjarni Benediktsson var síðast endurkjörinn formaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið fólkinu í Viðreisn „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn.

„Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir hún og bætir við að hún hafi gengið í Viðreisn því þar var einmitt kominn fram frjálslyndur flokkur.

„Flokkur sem vill heilbrigðar leikreglur sem gilda fyrir alla. Er ábyrgur í fjármálum og með fókusinn á hagsmuni almennings, en ekki einhverra annarra. Flokkur sem vill stöðugleika fyrir alla, en ekki bara sem lúxus sumra.  Það er eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn segist standa fyrir en gerir ekki þegar á hólminn er komið. Og það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum – og trúa á þessa stefnu – heim í Viðreisn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn