fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Brynjar segir það list að vera leiðinlegur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 13:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er list að vera leiðinlegur. Veit ekki hvort hægt sé að kenna þá list í Listaháskólanum, en það eru kenndar margar ómerkilegri listgreinar þar á bæ,“

segir Brynjar Níelsson.

Segist hann vera sammála Ársæli Arnarssyni prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Ársæll segir foreldra eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja og segir feður ólíklegri til þess að segja nei og algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

„Leiðinlegir menn eru ekki bara nauðsynlegir þegar kemur að uppeldi barnanna. Leiðinlegir menn í stjórnmálum eru ekki síður mikilvægir. Það er nefnilega svo að vera foreldri og stjórnmálamaður er mjög svipað hlutverk. Það þarf að kunna og geta sagt nei, sem er lykilorð, og láta ekki undan þegar stappað er niður fótum í mestu frekjuköstunum. Stjórnmálamenn þurfa eins og foreldrar að vera samkvæmir sjálfum sér. Ekki kaupa sér frið á kostnað annarra. Vinsældarvagnahopp kemur á endanum í bakið á bæði foreldrum og stjórnmálamönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu