fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins: Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu talsvert á eftir Norðurlöndunum

Eyjan
Sunnudaginn 1. september 2024 10:30

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við áætlanagerð varðandi framkvæmdir og kostnað við uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið er nú notuð alþjóðlega viðurkennd aðferðafræði og tölur eru áhættugreindar. Núna er komið lengra inn í hönnunarferlið og óvissan um kostnað er mun minni en við gerð upphaflegs sáttmála. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Davíð Þorláksson - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Davíð Þorláksson - 3.mp4

„Við erum að fjárfesta mest í stofnvegum og það er sennilega engin önnur borg á Norðurlöndunum að fjárfesta hlutfallslega jafn mikið í stofnvegum og við erum að gera, við erum talsvert á eftir Norðurlöndunum í þessari þróun,“ segir Davíð.

Hann segir allar borgir í Vestur-Evrópu vera að leggja áherslur á almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga. „Reynsla síðustu áratuga sem og fræðin í samgönguverkfræðinni er að að einstaka stofnvegaframkvæmdir, t.d. að fjölga akreinum um eina; þú getur leyst staðbundinn vanda tímabundið en til lengri tíma veldur það meiri umferð. Lykillinn að því að draga úr umferðartöfum er að hlutfallslega fleiri nýti sér almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Þú nefndir að kostnaðaráætlun er nú umtalsvert hærri. Bæði er það út af því að nú er meira vitað um umfangið og það hefur verið bætt í. Hvað er það helst sem veldur því að kostnaðaráætlunin hækkar svona mikið?

„Það má kannski skipta því í þrennt. Það hafa náttúrlega verið mjög miklar verðlagshækkanir. Það þekkir hver Íslendingur og sér hvenær sem hann fer út í búð. Það á reyndar meira við um verklegar framkvæmdir en matarverðið, verklegar framkvæmdir hafa hækkað meira en verðbólgan almennt. Bara það telur tugi milljarða. Svo, eins og þú nefndir, núna vitum við meira um það hvernig þessi mannvirki munu líta út. Það að gera kostnaðaráætlun fyrir svona framkvæmd er í raun bara afleiðing af hönnunarferlinu. Þegar búið er að hanna mannvirkið er hægt að reikna út hvað það kostar. Hönnunarferlið tekur nokkur ár í þessu, í stóru verkefnunum. Það tekur kannski stuttan tíma fyrir göngu- og hjólastíga, en fyrir stofnvegaframkvæmdir og Borgarlínuna er þetta nokkurra ára ferli,“ segir Davíð.

Hann segir að því lengra sem menn komast í ferlinu, því meira viti menn. Stigin í vegaframkvæmdum séu þrjú; fyrst séu frumdrög, svo sé það forhönnun og síðan verkhönnun. Eftir því sem menn fari inn á næstu stig séu menn komnir lengra í hönnunarferlinu og því áreiðanlegri verði áætlanir. Davíð segir að minna áhættuálag hafi verið inni í upphaflegum áætlunum. „Núna erum við að beita alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við áætlunargerðina þannig að þær eru áhættugreindar og þessar tölur sem eru birtar í uppfærðum sáttmála miðast við, svo maður fari aðeins djúpt í tæknina, jafnvel aðeins of djúp fyrir mig, en ég hlusta á sérfræðingana með það. Þessar tölur eru svokölluð P50-gildi, sem þýðir að eru 50 prósent líkur á að þetta verði dýrara og 50 prósent líkur á að þetta verði ódýrara, þannig að menn eru að reyna að hitta á líklegasta gildið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture