fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Fleiri vilja Ingu í forsætisráðuneytið en Bjarna

Eyjan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun sem Prósent vann fyrir hlaðvarpið Bakherbergið vill um fjórðungur þjóðarinnar, eða 24% landsmanna, sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra. Næstur á eftir Kristrúnu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem 9 prósent landsmanna vilja í forsætisráðuneytið.

Athygli vekur að núverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, nær ekki einu sinni þriðja sætinu. Fleiri landsmenn vilja Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra heldur en vilja sjá Bjarna halda embættinu, en 6 prósent sögðust vilja Ingu á meðan bara 5 prósent nefndu Bjarna. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, vilja 5 prósent sjá sem forsætisráðherra og 4 prósent nefndu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 3 prósent vilja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, 3 prósent nefndu Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, 3 prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og 2 prósent nefndu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista. Enginn þingmaður Vinstri Grænna náði prósenti í könnuninni.

Þessar niðurstöður eru í anda könnunar Maskínu um fylgi flokka þar sem Samfylkingin mældist stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næstur með 15,3 prósent fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga