fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum

Eyjan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 13:00

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf að skipta um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum, annars verður ekki hægt að lækka vexti hér á landi. Nú er svo komið að 30 milljónir af kostnaði við 100 milljóna íbúð er fjármagnskostnaður. Á meðan íslenska krónan er hér og verðtrygging felur verðbólgan afleiðingar agalausrar hagstjórnar en byrðarnar lenda alltaf á skuldugum almúganum áður en yfir lýkur. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 5.mp4

„Það tekur svona u.þ.b. þrjú ár að byggja blokk og byggingarverktakinn tekur lán eða leggur til eigið fé og þarf að fá ávöxtun á það í samræmi við kröfur eigenda. Allt að 30 prósent af verði 100 milljón króna eignar, 30 milljónir, er fjármagnskostnaður þannig að það kostar ekki „nema“ 70 milljónir að byggja 100 milljóna króna íbúð og 30 prósent af upphæðinni er fjármagnskostnaður. Þetta er galið,“ segir Breki.

Hann segir að á meðan mikil þörf er á nýjum íbúðum á næstu árum sé óhugsandi að ná niður vöxtum með ríkjandi hugmyndafræði Seðlabankans. Til að hægt sé að lækka vexti þurfi að skipta um hugmyndafræði.

Já, maður kemur alltaf að þessari örmynt sem við notum og því agaleysi sem henni fylgir. Hagstjórn á Íslandi er í molum og ráðamenn geta reynt að telja okkur trú um annað en þeir vita betur og við vitum betur.

Ekki breytist allt á einni nóttu við að taka upp annan gjaldmiðil en þá yrðu afleiðingar óstjórnar miklu alvarlegri.

„Já, og sýnilegar. Verðbólgan maskar út syndirnar, það eru ekki beinar afleiðingar gjörðanna en byrðarnar lenda samt sem áður á hinum skuldandi almúga.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture