fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Eyjan

Segir stjórnmálamenn misduglega að koma sér undan ábyrgð – „Enginn er þó duglegri en vinur minn Dagur B“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnmálamenn eru mis duglegir í að koma sér undan ábyrgð. Enginn er þó duglegri en vinur minn Dagur B. Hann bar auðvitað enga ábyrgð á því að fá löngu fyrndar orlofskröfur greiddar þótt hann hafi verið borgarstjóri allan tímann. Þetta er víst bara eitthvert sjálfvirkt system og væntanlega þá óviðráðanlegt. Því kæmi endurgreiðsla ekki til greina,“

segir Brynjar Níelsson samfélagsrýnir og fyrrum lögmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í færslu sinni á Facebook.

Há upphæð uppsafnaðra orlofsgreiðsla til Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra hafa vakið mikla athygli, bæði vegna upphæðarinnar, 9,7 milljónir en þó enn frekar vegna tímalengdar greiðslanna. Orlofsuppgjör Dags miðast við síðustu 10 ár í stóli borgarstjóra, en almenn regla á vinnumarkaði er að orlof fyrnist eftir hvert orlofsár. 

Sjá einnig: Dagur fær tæpar 10 milljónir í uppsafnaðar orlofsgreiðslur – „Óeðlilegt,“ segir oddviti minnihlutans

Að auki fær fyrrum aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða, Dilja Ragnarsdóttir, greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna í þrjá mánuði. Við ráðningu hennar lá fyrir að Dagur væri að láta af embætti ári síðar og því líklegt að hún myndi einnig láta af starfi aðstoðarmanns. 

Liggur því fyrir að starfslok Dags hjá borginni kosta minnst 25,3 milljónir króna þar sem hann fær einnig 9,6 milljónir króna í biðlaun. Er þá ónefndur kostnaður við tvö kveðjuhóf Dags í vor.

Sjá einnig: Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Almennt ekki heimilt að fresta orlofsgreiðslum milli ára

Sem dæmi má nefna að í kjarasamningi borgarinnar og Sameykis kemur fram að ekki sé heimilt að fresta or­lofs­greiðslum milli ára nema um sér­stak­ar kring­um­stæður sé að ræða eins og við fæðing­ar­or­lof eða þá að yf­ir­maður hafi kraf­ist þess vegna verk­efna sem þyrfti að ljúka.

„RÚV fór auðvitað strax í það að reyna að sannfæra okkur um að þetta væri allt hið eðlilegasta mál og  orlofsgreiðslur væru með sama hætti annars staðar, sem er alrangt. Ekkert heyrðist í hinum fjölmörgu spillingarsérfræðingum Pírata. Bíð bara eftir því að Dóra Björt segir þessa gagnrýni upplýsingaóreiðu og misskilning,“ segir Brynjar. Vísar hann þar til Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata.

Segir Brynjar núverandi borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, bera ábyrgð á framkvæmdinni.

„Hægt er að skilja að borgarstjóri sé ekki að fylgjast með fyrirkomulagi orlofsgreiðsla en hann ber samt ábyrgð á framkvæmdinni sem borgarstjóri. Dagur átti bara að biðjast velvirðingar á þessari yfirsjón og endurgreiða hluta orlofsgreiðslunnar. Þá væri enginn að röfla um þetta og Einar Þorsteins þyrfti ekki að hlusta á tuðið í sjálfstæðismönnum, sem fer svo í taugarnar á honum.“ 

Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar.

Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík þá var haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni.“

Var greiðslan sögð sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Meðal annars skertur opnunartíma sundlauganna sem spara eigi borginni 26 milljónir í ár, niðurskurður í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara eigi borginni níu milljónir, skertur opnunartími félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir og niðurskurður til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bjarni kemur „gegndarlausum ríkisútgjöldum“ til varna og gagnrýnir stjórnlausar launahækkanir

Bjarni kemur „gegndarlausum ríkisútgjöldum“ til varna og gagnrýnir stjórnlausar launahækkanir