fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Eyjan

Skólamál: Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara til að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda

Eyjan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 18:30

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara við að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda. Gervigreindin er þó ekki hugsuð fyrir nemendur beint, enda er hún ekki komið á það stig að hægt sé að treysta því sem frá henni kemur. Ákveðið hefur verið að flýta innleiðingu samræmds matsferils í stærðfræði þannig að hún verður samhliða lesferlinum, sem hefst í haust. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlýða á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 5.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 5.mp4

„Þessi stafræna væðing getur flýtt mjög fyrir þessum umbreytingum sem við erum að ganga í gegnum,“ segir Þórdís Jóna.

Já, breytir þetta ekki t.d. námsgagnagerð?

„Jú, algerlega. Talandi um það að aðlaga námsefni, þú getur hugsanlega notað gervigreindina til þess. Þú getur tekið eitthvað námsefni, þú getur stækkað letrið, þú getur sagt: ég vil fá þetta aðeins einfaldara, útskýrðu þetta betur, og kennari getur þá látið nemandann fá efnið á því formi, eða við hugsanlega búin að láta forvinna það. Það þarf ekki að búa til allt efni alveg frá grunni.“

Þórdís Jóna segir þessi mál vera í skoðun núna, hvað megi gera, hvað sé hægt að gera. Á þessu stigi sé ekki hugsað til þess að gervigreindin sé fyrir nemendur. „Við viljum vera búin að skoða betur áhrif gervigreindar og hvað hún er að segja við fólk,“ segir hún og hlær.

Já, hún virðist ekki vera komin á endastöð, við erum úti í miðri á.

„Heldur betur, þannig að ég myndi ekki vilja bera ábyrgð á öllu því sem hún segir við alla. Við byrjum á að horfa á þetta sem aðstoð við kennara við að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum. Í því getur falist að þýða námsefni yfir á eitthvað annað tungumál til að aðstoða börn við að skilja betur innihaldið.“

Matsferillinn í lestri er að byrja í vetur og Þórdís Jóna segir verið að skoða hvort fjármagn fáist til að flýta stærðfræðiferlinum þannig að hann fari samhliða í gang (eftir að viðtalið var tekið tilkynnti menntamálaráðherra að af því verði að stærðfræðiferillinn fari í gang strax nú í haust). „Þá myndum við fara í 20 skóla núna í vetur þar líka og þá gætum við byrjað með bæði næsta skólaár.“

Þegar þetta kerfi verður komið í fullan gang, hvaða námsgreinar er verið að tala um að verði inni í samræmdum matsferli?

Þórdís Jóna nefnir varðandi lesferilinn að íslenskan sé svo margslungin; til að byrja með sé verið að horfa til lesskilnings, lesfimi – hversu hratt börn nái tökum á lestrinum og skilning á því sem þau eru að lesa – orðaforðapróf, yfir hvað orðaforðinn nái, sem geti verið mjög mikilvægt fyrir kennara að vita. Þetta sé verkfæri fyrir kennara; viðmiðin sú skilgreind og kennarar geti unnið að því markmiði og heimilin líka. Síðan sé það stærðfræðin.

„Næst væri líkast til náttúruvísindi, enska væri ekki ólíkleg. Allt er þetta háð fjármunum og vilja ráðamanna,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Hide picture