fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?

Eyjan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 03:42

Vance og Waltz með blaðið fyrir framan sig. Mynd:Mike Waltz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfðu þeir skoðað forsíðuna á dagblaðinu, sem þeir settu fyrir framan sig, þegar myndin var tekin? Þetta er hugsunin sem læðist að manni þegar maður skoðar ljósmynd sem bandarískur þingmaður birti af sér með JD Vance varaforsetaefni Donald Trump.

Það var Mike Waltz, einn þingmanna Repúblikana frá Flórída í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem birti myndina sem er af honum og JD Vance um borð í flugvél. Waltz heldur á Mountain Dew gosdrykk og skælbrosir. Það sama gerir JD Vance sem er þekktur aðdáandi Mountain Dew en gosdrykkurinn fékk ákveðið hlutverk í bandarískum stjórnmálum þegar Trump kynnti Vance sem varaforsetaefni sitt.

Þá sagði Vance á kosningafundi að Demókratar væru vísir til að segja hvað sem er vera rasískt. „Ég fékk mér Mountain Dew í gær og í dag. Ég er viss um að þeir munu segja það vera rasískt,“ sagði hann.

En það er ekki það sem þessi grein fjallar um og það er heldur ekki umfjöllunarefnið á forsíðu dagblaðsins sem lá fyrir framan þá félaga þegar myndi var tekin.

Það er eintak af Wall Street Journal frá 15. ágúst og það er einmitt þetta eintak sem gerir að verkum að myndin hefur farið á mikið flug.

Ástæðan er stór fyrirsögn á forsíðunni en í henni segir að verðbólga hafi ekki mælst lægri síðan 2021.

Þetta er forsíða blaðsins. Mynd:Mike Waltz

 

 

 

 

 

Það er eiginlega ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en sem sjálfsmark hjá Vance því há verðbólga, sem hefur legið þungt á Bandaríkjamönnum í valdatíð Joe Biden, hefur verið eitt þeirra málefna sem Trump hefur haft yfirhöndina í.

Á valdatíma Biden hafa margir Bandaríkjamenn átt í erfiðleikum með að ná endum saman vegna hærra matarverðs, bensínsverðs og hærri vaxta á fasteignalánum. Þetta hefur að vonum verið svolítið sem Trump hefur getað nýtt sér til árása á Biden og stefna hans hefur verið að nota þetta einnig gegn Kamala Harris sem er varaforseti Biden.

En vandinn er bara, eins og fyrrnefnd fyrirsögn segir, að verðbólgan nú er sú lægsta síðan 2021 en þá mældist hún 9,1% en nú er hún 2,9%.

Það leið ekki á löngu frá því að myndin var birt, þar til fólk tók eftir forsíðunni og vakti athygli á þessu. Meðal þeirra er Debbie Wasserman Schults, þingmaður Demókrata, sem skrifaði á X að hún sé ánægð með að Repúblikanar deili góðum fréttum frá Kamala Harris um verðbólguna.

Waltz reyndi að sjálfsögðu að klóra í bakkann og benti á að það væri önnur fyrirsögn á forsíðunni sem hann hafi ætlað að vekja athygli á en hún er um að nú hafi Talibanar verið við völd í Afganistan í þrjú ár. Með þessu segist hann hafa ætlað að minna kjósendur á að það hafi verið stjórn Biden sem stóð á bak við brotthvarf bandaríska hersins frá Afganistan en mikil ringulreið einkenndi þá aðgerð. Hann nefnir þó væntanlega ekki í því sambandi að stjórn Biden var þarna að framfylgja ákvörðun stjórnar Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti