fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Eyjan

Er nauðsynlegt að eiga vini í vinnunni?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 17:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinátta er okkur holl, allar rannsóknir staðfesta að vinátta eykur vellíðan og hjálpar til við að byggja upp sjálfstraust og hamingju. Mörg okkar verja stórum hluta tíma okkar á vinnustað og því er spurning hvort að slík tengsl séu mikilvæg í vinnunni, er nauðsynlegt að eiga vin á vinnustaðnum?

Samkvæmt könnun LinkedIn Workforce Confidence Index segist meira en helmingur breskra starfmanna eiga náinn vin eða vini í vinnunni. Könnunin sýnir að fólk á öllum aldri er líklegt að eiga vini í vinnunni. Hins vegar er mun líklegra að yngri kynslóðir segist þurfa vini í vinnunni. Meðal starfsmanna Z kynslóðarinnar (fædd 1997-2012) sögðust 61% þurfa vin í vinnunni, öfugt við aðeins þriðjung þeirra sem nálgast eftirlaun (aldurinn 60-70 ára) og minna en helmingur X kynslóðarinnar (fædd 1965-1980), en báðir síðartöldu hóparnir eiga að líkindum fleiri vini og tengsl sem byggð hafa verið upp í gegnum árin.

Mynd: Unsplash.com

Aukin þörf fyrir vini í vinnunni gæti einnig stafað af örum breytingum á vinnustöðum undanfarin ár. Fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn voru flestir vanir því að mæta á skrifstofuna fimm daga vikunnar, en heimsfaraldurinn gerði fjarvinnu og blandaðri vinnu algengari og dró úr þeim þeim tengingum sem vinnufélagar mynda í eigin persónu. 

„Vinátta í vinnunni stuðlar að tilfinningu um að tilheyra,“ segir Carol Stewart leiðtogaþjálfari. „Þörfin fyrir að tilheyra og þörfin fyrir viðurkenningu eru tvær af grundvallarhvötum mannsins. Þegar okkur finnst við tilheyra hefur það jákvæð áhrif á hegðun okkar og hvernig okkur líður með okkur sjálf.“

Rannsóknir frá Gallup benda til þess að það hafi orðið mikilvægara að eiga besta vin í vinnunni í kjölfar heimsfaraldursins, bæði fyrir skilning á vinnunni sjálfri og sem tilfinningalegan stuðning. Rannsóknir sýna fylgni milli vináttu og húsbóndahylli, þeir sem áttu besta vin í vinnunni voru mun ólíklegri til að skipta um vinnu.

Isabel Berwick, höfundur The Future-Proof Career og gestgjafi Financial Times Working It podcast segir að hugmyndin um að það sé einmana á toppnum eigi við rök að styðjast.  „Það eru rannsóknir sem sýna að geðheilsa meðal forstjóra getur verið frekar léleg og ég held að það sé vandamál með vináttu og forystu.“

Viðhorf til vinnuvináttu gæti líka verið að breytast. Þar sem aðgreining var meiri milli vinnu og heimilis hjá eldri kynslóðum þá eru skilin orðin óljósari. Aukin tækni býður einnig upp á  nýjar leiðir til að tengjast. Berwick bendir á að fyrir yngri kynslóðir gætu milli skil milli tækni á vinnustað og heimilistækni gert tengingu á netinu auðveldari. „Ég held líka að vinátta og tengsl í vinnunni í raunveruleikanum muni skipa sífellt mikilvægari sess eftir því sem tæknin vex, þar sem gervigreind tekur að sér mörg venjubundin og stjórnunarverkefni okkar. Við gætum, í fullkominni atburðarás, haft meiri tíma til að tengjast samstarfsfólki, við viðskiptavini“.

Mynd: Unsplash.com

Karlar eru ólíklegri til að eiga – eða þurfa – vini í vinnunni

Önnur athyglisverð niðurstaða í könnuninni er að konur eru líklegri en karlar til að segjast eiga nána vini í vinnunni (48% á móti 38% karla) og segjast þurfa á þeim að halda – aðeins fimmtungur karla telur sig þurfa vini, samanborið við tæpan þriðjung kvenna.

Þetta er í samræmi við rannsóknir YouGov frá árinu 2019 sem sýna að karlar eru líklegri en konur til að segja að þeir telji sig ekki þurfa vini og tvöfalt líklegri til að eiga enga nána vini. 

„Það er mikið einmanaleikavandamál í kringum karlmenn í vinnunni sem ég held að sé rétt að byrja að tala um og mig grunar að það séu nokkrar kynbundnar væntingar sem spili inn í [af hverju konur eru líklegri til að segjast þurfa vinnuvini],“ segir Berwick.

Tegund vinnustaða gegnir einnig mikilvægu hlutverki í því hversu líklegt er að vinátta blómstrar í vinnunni. Hefðbundnari eða stigveldi stofnanir geta lagt meiri áherslu á árangur en sambönd, og líkamlega vinnusvæðið sjálft getur verið meira og minna til þess fallið að spjalla.

„Að búa til skrifstofumötuneyti einhvers staðar þar sem fólk gæti viljað sitja, fá ókeypis kaffi, hafa samstarfsborð sem brýtur mörkin milli vinnu og félagslífs. Hönnun getur stuðlað að tengingu meðal fólks þegar það er gert á snjallan hátt,“ segir Berwick. 

Stewart, sem sérhæfir sig í markþjálfun fyrir introverta, segir að það geti líka snúist um að fara út fyrir þægindarammann og oft séu það þessi samtöl á skrifstofunni sem leiða til innihaldsríkari samræðna. 

„Hlustaðu á smáspjallsamræður, taktu þátt og samsvaraðu þig fólki sem þú átt eitthvað sameiginlegt með,“ segir Stewart. 

Mynd: Unsplash.com

Er vinátta mikilvægari en leiðbeinandi hjá breskum starfsmönnum?

Í umfjöllun um könnunina kemur fram að fólk er tvisvar sinnum líklegri til að segjast eiga nána vini í vinnunni en hafa leiðbeinanda, eða mentor, sem aðstoðar/leiðbeinir viðkomandi á vinnustaðnum. 

„Ég hef til dæmis heyrt mörg dæmi þess að yngra fólk hafi komið inn á vinnustað sem biður um leiðbeinanda sem hluta af vinnusamningi. Fyrir tíu árum held ég að það hefði ekki verið raunin,“ segir Berwick. Í dreifðari og blandaðri (fjar)vinnu  er líklegt að fólki finnist það þurfa einhvern sérstakan til að leita til um starfsstuðning á þann hátt sem það hafði ekki þörf fyrir áður. Að hafa einhvern í öðru teymi eða ofar í keðjunni á vinnustaðnum til að leita til um stuðning er gagnlegt þegar kemur að starfsframa, en það er augljóst að breskir starfsmenn meta jafnaldra sína og vini líka.

Þó að vinnuveitendur líti ekki svo á að þeir eigi að stuðla að vináttu starfsmanna sinna, þá getur vinnustaðurinn alltaf veitt fólki tækifæri til að mynda tengsl og byggja upp mikilvæg sambönd. Fyrir þá sem vinna blandaða vinnu, ýmist fjarvinnu eða á staðnum, er ferð á skrifstofuna alltaf góð leið til að hitta vini og samstarfsmenn, það sem Berwick kallar „veik sambönd“, það er fólk sem þú sérð ekki daglega en hefur gaman af að rekast á. Þó að margir vinnuveitendur hafi reynt að freista þess að fá starfsfólk aftur að fullu inn á vinnustaði með margvíslegum fríðindum, gæti það reynst árangursríkt að nýta kraft vináttunnar, enda sterk fylgni á milli góðra samskipta og starfsánægju.

„Þú getur ekki þvingað fram vináttu, en þú getur skapað skilyrði fyrir henni. Með því að gefa fólki smá pláss í vinnunni svo það geti fengið sér kaffi með einhverjum er eitthvað sem stjórnendur gætu gert án þess að gerð sé krafa um slíkt,“ segir Berwick.

Mynd: Unsplash.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði

Fyrrum seðlabankahagfræðingur segir að við séum óþægilega nálægt samdráttarskeiði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið

Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“