fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Eyjan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mbl.is greinir frá því að aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar hafi fengið greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janúar. Þessi starfsmaður hafði sinnt starfi aðstoðarmanns í 12 mánuði.

Aðstoðarmaðurinn, Dilja Ragnarsdóttir, hóf störf í janúar 2023 og lá við ráðningu hennar fyrir að Dagur væri að láta af embætti ári síðar. Hún gegndi starfinu því í 12 mánuði og naut hún biðlauna í þrjá mánuði sem námu ásamt launatengdum gjöldum tæpum sex milljónum. Hún fékk þá greiddar 1.574 þúsund út af óuppgerðu orlofi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, ræddi málið við Spursmál þar sem hann var spurður hvort það væri eðlilegt að leysa út starfsmenn með sex milljóna eingreiðslu eftir 12 mánuði.

„Ef að framkvæmdin er samkvæmt reglum og lögum þá er ekki tækifæri fyrir mig til að stíga inn í það,“ sagði Einar og benti á að hann sé nú búinn að vera borgarstjóri í sjö mánuði og líklega hafi borgarbúar meiri áhuga á að heyra hann svara erfiðum spurningum um hans störf, frekar en að spyrja hann um störf fyrrverandi borgarstjóra. „Dagur B. Eggertsson er ekki lengur borgarstjóri“.

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður, leyfði Einari þó ekki að komast auðveldlega undan svarinu. Nú sé hann borgarstjóri og staða borgarsjóðs ekki sú besta. Því sé eðlilegt að borgarbúar velti fyrir sér uppgjöri við fyrrverandi borgarstjóra og aðstoðarmann hans og hvort aðrir starfsmenn megi búast við sambærilegu uppgjöri þegar þeir láta af störfum.

„Ég ætla ekkert að sitja hér og setja mig í þá stöðu að vera að verja framkvæmd sem ég fékk aldrei inn á borð til mín. Borgarstjóri er ekki í einhverjum orlofsútreikningum fyrir alla starfsmenn borgarinnar það er ekki hans hlutverk…“

Stefán gekk enn eftir svari og sagði Einar þá loks að hann hafi fengið upplýsingar frá mannauðssviði um þetta uppgjör og geri enga athugasemdir við það.

„Get ekki séð að þetta hafi farið á skjön við þá framkvæmd sem að almennt er viðhöfð og byggir á kjarasamingsbundnum réttindum. Upphæðin er há, borgarstjóri er á háum launum, það er mikið frí sem er tekið. Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?