fbpx
Mánudagur 12.ágúst 2024
Eyjan

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 11:30

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sem trúum á kraftaverkin vorum sérlega glöð yfir  stuðinu á Sigurbirni frá Laugum, sem lýsti hverri frjálsíþrótt sem er af bítandi ákefð. Það gerði hann á þann hátt, að við sem ekki erum innvígðir í tæknimál íþróttanna eða gamlir afreksmenn (!) skiljum næsta auðveldlega. Gunnar Birgisson, sem oft virðist einkum vera að tala til innvígðra, gæti margt af honum lært,“

segir Össur Skarphéðinsson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Össur gefur RÚV háa einkunn fyrir Ólympíuleikana. 

„Þeir glöddu mitt sumar og það sem ég gat ekki horft á um daga eyddi ég nóttum í. Edda Sif Pálsdóttir gerði mig líka glaðan í hverri Ólympíustofu og hefur einstakan skjáþokka með látlausu og smitandi vestmanneysku brosi.“

Í færslu á Facebook segist Össur þó hafa verið glaðastur með og dáðst sérstaklega að hinum ýmsu „sérfræðingum” sem voru kallaðir til vegna einstakra greina. 

„Hvílíkt lið! Ég dáðist að íslenskunni sem flest þeirra töluðu, skýrleikanum í máli þeirra, hvernig þau gátu talað á íslenskri tungu um tækni viðkomandi greinar, og hvað þau yfirhöfuð virtust prýðilegar vitsmunaverur. Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!

Gildir einu hvort um var að ræða snillinginn sem talaði um sundið yfir í unga konu sem talaði um golf, drengina sem skýrðu galdra körfuboltans og svo gæti ég lengi fram haldið. Hvar finnur RÚV svona flott fólk? RÚV fær tíu fyrir þá fundi. Þau sýndu manni hvað íslenskt mál nýrra kynslóða á tölvuöld og enskuvæðingu heimsins er lifandi, og  hvað það hefur mikla aðlögunarhæfni.“

Össur segir að í þessu vakra stóði hafi verið einn sem stóð upp úr og heillaði hann öðrum fremur. „Það var Ari Bragi Kárason, sem ég veit ekkert um en dr. Árný segir mér að þeyti lúður og sé djassisti. Kannski er hann gamall Íslandsmeistari í einhverju, hvað veit ég. Hann talaði hins vegar á meistaralegri íslensku af ástríðu um hvaðeina sem fyrir bar á Ólympíuleikunum af slíkri snilld að ég varð eiginlega innblásinn í hvert sinn. RÚV á sérstakar þakkir skildar fyrir að hafa leitt allt þetta snilldarfólk á okkar fund.

Það er eitthvað við Ólympíuleikana  sem gerir mann bjartsýnan á að þetta volaða mannkyn eigi sér þrátt fyrir allt einhverja von um framtíð og frið.“

Ari Bragi Kárason
Mynd: Facebook

Til gamans má geta að Ari Bragi er fótfráasti maður Íslandssögunnar, en hann hóf að stunda spretthlaup 25 ára gamall árið 2014. Árið 2016 sló hann þá 19 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar og bætti það svo ári síðar og stendur met hans, 10,51 sekúnda, enn óhaggað. Árið 2021 tilkynnti Ari Bragi að hann væri hættur spretthlaupum og sagði tíma kominn til að sinna öðrum hugðarefnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið

Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum stórkaupmaður leggur til róttækar aðgerðir til að bæta hag fátækra á Íslandi

Fyrrum stórkaupmaður leggur til róttækar aðgerðir til að bæta hag fátækra á Íslandi