fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Eyjan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Ljósvíkingi Halldórs Laxness kynnist Ólafur Kárason öðrum sveitarómaga, Jósef að nafni. Einhverju sinni heyrði Ólafur þennan gamla mann gráta beisklega vegna óréttlætis heimsins. Laxness segir í þessu samhengi að “grátur gamalla manna sé sá einni sanni grátur.” Sigurður Breiðfjörð talaði um táraprúða menn en Jónas Hallgrímsson vildi kalla þá þá grátfagra.

En fleiri gráta beisklega en gamlir menn. Engir eru eins grátfagrir og Ferðamálastofa og Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur margfaldast. Fjárfesting í ferðaiðnaði fer með himinskautum. En hvort sem ferðamenn eru margir eða fáir er grátið beisklega í sjónvarpsfréttum af mikilli táraprýði.

Þessa dagana er kvartað hástöfum undan lítils háttar samdrætti ferðamanna í sumar. Grátandi ferðaforkólfar segja milli ekkasoganna að það sé Grindavíkurgosinu og verðlagi í greininni að kenna. Látið er í veðri vaka að bráðum verði skellt í lás vegna lítillar aðsóknar eins og á kóvíðtímunum. Fólk horfi á spúandi eldfjall í byggð og veigri sér við að koma. Erlendir ferðamenn vilji ekki borga 10 -20 evrur fyrir einn bjór. Krafist er mótaðgerða. Auðvitað eiga íslensk stjórnvöld að halda gosóróanum á Suðurnesjum leyndum og niðurgreiða bjór ferðamanna.

Á sama tíma heyrast fréttir utan úr heimi þar sem amast er við ferðamönnum. Íbúar á Mallorka kasta tómötum að túristahótelunum. Sagt er að samfélögin beri ekki lengur þennan mikla fjölda gesta. Íbúafjöldi Ísafjarðar margfaldast oft á hverju sumri þegar 3-4 skemmtiferðaskip liggja samtímis við bryggju með 10000 farþega. Þola Vestfirðir þennan ágang? Hver eru þolmörkin? 3 milljónir ferðamanna? 4 milljónir ferðamanna? Fimm?

Grátkór ferðamálastofu vill taka við öllum ferðamönnum sem hingað vilja koma. Náttúran þolir allt nema kannski utanvegaakstur og kúkandi ferðamenn á víðavangi. Ferðamannastraumur til Íslands verður alltaf sveiflukenndur af mörgum ástæðum. Það hefur aldrei gefist vel á Íslandi að gráta of mikið í beinni útsendingu. Jósef niðursetningur grét þar til hann dó og öllum var sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
EyjanFastir pennar
15.02.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
EyjanFastir pennar
15.02.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður