fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. ágúst 2024 12:00

Dómsmálaráðherrarnir tveir elda saman grátt silfur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason segir ömurlegt af Ögmundi Jónassyni að hvetja íslensk stjórnvöld til að skipa sér í lið með einræðisstjórnum en skorast undan því að styðja Úkraínumenn í baráttu sinni við innrásarlið Rússa. Sakar hann Ögmund um að líta fram hjá innrás Rússa í skrifum sínum þar sem fjárveitingar til Úkraínu eru harmaðar.

Þetta skrifar Björn í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega grein Ögmundar í sama blaði frá því á þriðjudag. Báðir menn gegndu embætti dómsmálaráðherra á sínum tíma.

„Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu. Hann rauf friðhelgi landamæra nágrannaþjóðar, hún ætti engan tilverurétt og lyti stjórn nazista sem yrði að afvopna og uppræta. Síðan hefur Pútín verið lýstur stríðsglæpamaður,“ segir Björn. „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, kýs að hlaupa yfir þetta upphaf stríðs í Evrópu í grein hér í blaðinu 6. ágúst.“

Sagði fjárstyrki „vígvæðingu“

Vísar Björn í grein Ögmundar sem bar yfirskriftina „Hávamál eða Eysteinn?“. Þar fór Ögmundur í löngu máli um hversu slæmt það væri að borga undir „vígvæðingu“ í Úkraínu.

„Ekki er aðeins dapurlegt heldur mjög ámælisvert hve þjóðir Evrópu láta vopnaiðnaðinn teyma sig gagnrýnislaust í fjáraustri til hernaðar og taka sér stöðu á landamærum Rússlands og Vesturlanda; og nú er krafan sú að fá þangað kjarnorkuvopn,“ sagði Ögmundur í greininni.

Gagnrýndi hann stjórnvöld, meðal annars Lilju Alfreðsdóttur varaformann Framsóknarflokksins, fyrir að skilgreina óvini NATÓ sem okkar óvini, en hún vísaði í Hávamál því til stuðnings.

„En þá spyr ég hvort við þurfum ekki að grafast fyrir um hversu réttlátir þessir meintu vinir okkar hafi verið gagnvart veikburða og fátækum þjóðum og þá einnig hvort allir óvinir þeirra og jafnvel vinir óvina þeirra séu óverðugir vináttu okkar?“ sagði Ögmundur.

Ógna nú Finnum og Svíum

Björn bendir á að aðgerðir Vesturveldanna séu ekki úr lausu lofti gripnar. Rússar hafi átt upptökin af ófriðinum. Þeir ógni nú ekki aðeins fyrrverandi leppríkjum sínum, heldur einnig Finnum og Svíum.

„Óupplýstur lesandi á sem sagt að trúa því að í þágu vopnaframleiðenda leggi vestrænar lýðræðisþjóðir Úkraínumönnum lið við landamæri þeirra og Rússlands,“ segir Björn um grein Ögmundar þar sem ekkert var rætt um innrás Rússa inn í Úkraínu í febrúar 2022. „Í ríki Pútíns mega menn tala um „sérstaka hernaðarlega aðgerð“ Rússa þegar þeir ræða stríðið í Úkraínu. Ögmundur notar ekki einu sinni þau orð þegar hann segir okkur samtímasöguna frá sínum sjónarhóli.“

Ömurleg hvatning

Björn nefnir að efnahagsstjórn Rússlands og ráðstöfun á opinberu fé ráðist nú alfarið af þörfum innrásarliðsins í Úkraínustríðinu, að skortur á mannafla og gögnum megi ekki hindra sigur Rússa.

„Ögmundur sér ofsjónum yfir því að vestrænar þjóðir með NATO-ríkin í forystu leggi 38 milljón Úkraínumönnum lið gegn 144 milljón Rússum. Hann fjargviðrast einnig yfir því að efnahags- og atvinnustefnu innan ESB eigi að laga að hergagnaframleiðslu til að bregðast við hervæðingu allra þátta rússnesks þjóðlífs í þágu stríðsins,“ segir Björn.

Segir hann stuðningsmenn Rússa nú óttast að það sama gerist og þegar Sovétríkin leystust upp. Það er að rússneska sambandsríkið leysist upp sem samstæð heild undir álagi stríðsins.

„Í þremur ríkjum sitja nú forsetar sem telja sig hafa lýðræðislegt umboð þjóða sinna í kosningum þótt óvilhallir aðilar segi að þá stjórna í krafti kosningasvindls. Þetta eru Vladimír Pútín í Rússlandi, Alexander Lukasjenko í Belarús og Nicólas Maduro í Venesúela. Í liði með þessum mönnum eru stjórnendur Kína, Norður-Kóreu, Írans, Kúbu og Nígarakva,“ segir Björn. „Það er ömurlegt að íslensk stjórnvöld séu hvött til að skipa sér með þessum einræðisstjórnum og skorast undan að styðja Úkraínumenn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna