fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðismenn ekki verðskulda traust

Eyjan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn saka meirihlutann í borginni um óstjórn í fjármálum en virðast ekki vilja viðurkenna að óreiðan í fjármálum ríkisins er margfalt verri, skrifar Ólafur Arnarson, sem heldur á penna Dagfara á hringbraut. Hann segir núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins senda reglubundið frá sér innistæðulausar árásir á borgarstjórnarmeirihlutann.

Hann segir nýjustu grein Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgarstjóra, vera slíka að ætla mætti að hún fjallaði um stjórn ríkisfjármála sem hafa verið á hendi sjálfstæðismanna nánast óslitið frá árinu 1991, ef frá er skilinn tími ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013. Allan þann tíma hafi verið halli á fjárlögum og lengst af á þessum tíma hafi Bjarni Benediktsson verið fjármálaráðherra. Ekki sé um að ræða lítinn halla heldur mörg hundruð milljarða á ári hverju.

Ólafur tekur að sjálfstæðismenn ættu að líta sér nær og byrja á stóra fílnum í postulínsbúðinni og tala um fjárlagahalla ríkissjóðs undir forystu flokksins. „Sveitarfélögin hafa mörg hver verið rekin með nokkrum halla á undanförnum árum vegna þess að ekki hefur tekist að ljúka við réttláta skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga til að mæta þeim auknu útgjöldum sem sveitarfélögin hafa þurft að taka við af ríkinu.“

Ólafur bendir á að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga taki ekki mið af raunverulegri verkaskiptingu þar á milli. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa öll þurft að fást við þennan vanda, þar á meðal Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær, sem öll lúta nú stjórn Sjálfstæðisflokksins, að ekki sé minnst á Seltjarnarnesbæ sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt alla tíð. Þar eru meðaltekjur hvað hæstar á landinu en bærinn hefur samt verið rekinn með halla síðustu sjö árin undir óreiðukenndri forystu Sjálfstæðisflokksins.“

Ólafur rifjar upp að Vilhjálmur gegndi embætti borgarstjóra um skeið með sóma en var stunginn í baki af flokksfélögum sínum. Hann veltir fyrir sér hvort einhver vilji vinna með þeim flokki sem stakk sinn eigin borgarstjóra í bakið.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?