fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Nú reynir á Guðrúnu Hafsteinsdóttur – er hún forystumaður eða fjaðurvigt?

Eyjan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök milli Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hafa vakið mikla athygli og ratað inn á borð dómsmálaráðherra. Sigríður krefst þess að Guðrún Hafsteinsdóttir víki Helga Magnúsi Gunnarssyni tímabundið úr embætti á meðan fjallað er um ásakanir samtakanna Solaris á hendur honum. Helgi bregst hart við og hefur komið skýrt fram með sína hlið mála og nú er boltinn hjá dómsmálaráðherra.

Vararíkissaksóknari hefur mátt glíma við það í mörg ár að erlendur síbrotamaður hafi hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Glæpamaðurinn Mohamad Kourani hefur ítrekað hótað honum, konu hans og börnum þeirra lífláti. Loks þegar hann var svo dæmdur til átta ára fangelsisrefsivistar lét varasaksóknari í ljós þá skoðun að honum væri léttir eins og reyndar mörgum öðrum sem hafa óttast þennan síbrotamann sem gengið hefur laus. Samtök sem nefnd eru Solaris hafa gagnrýnt Helga Magnús harðlega vegna skoðana hans og krafist þess að honum yrði vikið úr embætti. Fyrirsvarsmaður þessara samtaka er lögfræðingur sem er sonur Svandísar Svavarsdóttur ráðherra Vinstri grænna.

Nú má vel setja spurningarmerki við að vararíkissaksóknari sé yfirlýsingaglaður á samfélagsmiðlum. Orðið á götunni er hins vegar að skiljanlegt sé að honum sé létt við það að maður sem í mörg ár hefur hótað honum og fjölskyldu hans lífláti skuli vera dæmdur í fangelsi. Enn fremur að það sé ekki innan valdsviðs ríkissaksóknara að veita vararíkissaksóknara áminningu þar sem vararíkissaksóknari er skipaður af ráðherra – eins og ríkissaksóknari.

Orðið á götunni er að mjög alvarlegt sé að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi tekið undir þá fráleitu kröfu að víkja vararíkissaksóknara frá og veki það miklu frekar spurningar um dómgreind hennar en Helga Magnúsar Gunnarssonar. Ekki verði skilið við þetta mál án þess að fjalla gaumgæfilega um þátt Sigríðar og þá ákvörðun hennar að vísa málinu til dómsmálaráðherra.

Full ástæða er til að fagna afstöðu Miðflokksins, en gjörvallur þingflokkur hans hefur tjáð sig um málið og tekið afstöðu með Helga Magnúsi. Sigmundur Davíð og Bergþór hafa spurt hvort landsmenn vilji að þeir embættismenn sem gegna því vandasama hlutverki að ákæra eða dæma glæpamenn þurfi að sæta því að vera í stöðugri lífshættu og óttast um öryggi fjölskyldu sinnar árum saman vegna starfa sinna. Viljum við það sem þjóð? Orðið á götunni er að landsmenn vilji að þeir sem gegna slíkum ábyrgðarstöðum séu óhultir. Ef ekki – hvernig fer þá í okkar smávaxna samfélagi?

Mál þetta er nú orðið stórpólitískt. Boltinn er kominn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún hefur fengið tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins, leitt lista flokksins í Suðurkjördæmi og uppskorið ráðherraembætti eftir langa bið. En nú heldur hún á völdum sem miklu varðar hvernig hún beitir. Orðið á götunni er að klúðri hún þessu máli, með því að taka undir vanhugsaða kröfu Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, séu dagar hennar í forystu stjórnmála senn taldir. Málið yrði þá vatn á myllu Miðflokksins vegna skeleggrar afstöðu þingmanna hans.

Sýni Guðrún Hafsteinsdóttir hins vegar kjark og dug með því að vísa kröfu Sigríðar Friðjónsdóttur á bug, er orðið á götunni að hún muni uppskera stuðning víða – og styrkja stöðu sína verulega í baráttunni um það hver tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson víkur til hliðar. Talið er að til þeirra tíðinda muni draga á næsta ári.

Standi Guðrún í fæturna með þeim hætti má ætla að hún taki stöðu Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara til gagnrýninnar skoðunar. Orðið á götunni er að full þörf sé á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“