fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Eyjan

Brynjar barmar sér og vill úrbætur – „Ef ekki verður bætt úr mun Ester í Bónus ekki eiga sjö dagana sæla“

Eyjan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson samfélagsrýnir er mikill húmoristi eins og margar færslur hans á Facebook sýna. Nýlega kvartaði hann yfir skorti á uppþvottahönskum í sinni stærð og hótar Ester í Bónus símtali ef ekki verður úr bætt.

Skýtur hann þar föstu skoti á Þorstein V. Einarsson kynjafræðing, en um miðjan desember í fyrra vakti hann mikla athygli fyrir að hafa gagnrýnt harðlega að Bónus skyldi hafa hafnað því að selja bók hans og eiginkonu hans, Huldu Tölgyes sálfræðings, Þriðja vaktin. Sagði hann starfsmann Bónuss, Ester að nafni, hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti fylgjendur sína á samfélagsmiðlum, sem munu vera um 22 þúsund talsins, til að senda Ester tölvupóst, til að fá þessari ákvörðun breytt, en Þorsteinn gaf netfang Esterar upp.

Þorsteinn baðst síðar afsökunar, en Brynjar mun hafa fengið bókina að gjöf frá þeim hjónum en fundist lítið til hennar koma.

Sjá einnig: Þorsteinn og Hulda gáfu Brynjari Þriðju vaktina – „Svona bók er auðvitað nauðsynleg á hverju heimili“

Sjá einnig: Þorsteinn biður Ester afsökunar og segist vera karlremba

 „Við sem tökum allar þessar heimilis- og fjölskylduvaktir hans Steina kynjafræðings alvarlega, einkum aðra vaktina, höfum orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með verslunina í landinu. Það er ekki hægt að fá skúringa- og uppþvottahanska sem passa á fullvaxna karlmenn sem hafa byggt upp smá forða til að lifa af næstu kreppu. Gúmmíhanskar merktir L eða large duga skammt og maður er hálftíma og koma sér í þá og úr. Ef ekki verður bætt úr mun Ester í Bónus ekki eiga sjö dagana sæla.

Ég þarf nauðsynlega gummíhanska sem passa því ég er með mikinn metnað í að gera vel á annarri vaktinni enda er eftirlitið með störfum mínum öflugt. Það er ekki víða sem hægt er að finna allar eftirlitsstofnanir sem hugsast getur í einni manneskju,“ segir Brynjar og vísar þar til eiginkonu sinnar, sem hann kallar alla jafna Soffíu í færslum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði

Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Krónan verður að þjóna hugverkaiðnaði og hátækni rétt eins og hefðbundnum greinum

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Krónan verður að þjóna hugverkaiðnaði og hátækni rétt eins og hefðbundnum greinum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gerir stólpagrín að Dóru Björt – ,,Listgrein að geta blaðrað endalaust“

Gerir stólpagrín að Dóru Björt – ,,Listgrein að geta blaðrað endalaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”