fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
Eyjan

Maðurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér leggur mat á hvor verður forseti, Trump eða Harris

Eyjan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sagnfræðingurinn Allan Lichtman hefur löngum verið þekktur fyrir að spá rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna. Frá árinu 1984 hefur Lichtman alltaf haft rétt fyrir sér.

Eftir að Joe Biden, sitjandi forseti og forsetaefni Demókrata, ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju, munu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fyrrverandi forseti og forsetaefni Repúblikana, berjast um forsetastólinn í kosningunum í nóvember næstkomandi.

Ljóst er að hörð barátta er fram undan og er það mat margra að engin leið sé að spá fyrir um úrslitin á þessum tímapunkti. En Lichtman telur að Kamala Harris hafi yfirhöndina eins og sakir standa.

Lichtman þróaði spákerfi sem hann kallar „lyklarnir að Hvíta húsinu“ en alls er um að ræða þrettán lykla eða spurningar sem er svarað til að fá niðurstöðu.

Meðal spurninganna er hvort forsetinn sé viðriðinn einhverskonar hneyksli? Er samfélagslegur órói í landinu? Er einhver frambjóðendanna með sérstaklega mikla persónutöfra eða talinn þjóðhetja? Hvernig er staðan í efnahagsmálum, bæði til skamms tíma og langs? Hvernig hefur gengið í utanríkismálum eða stríðsrekstri?

Lichtman telur að Harris sé með hendur á sex lyklum eins og staðan er núna, þar á meðal er Harris ekki viðriðin neinn skandal og hún heldur á lyklunum þegar kemur að efnahagsástandinu bæði til langs og skamms tíma.

Trump er aftur á móti með þrjá lykla og er einn þeirra meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni. Þá fær Trump lykil fyrir að sitjandi forseti Demókrata sækist ekki eftir endurkjöri og þá þykir Trump hafa meiri persónutöfra en andstæðingur sinn og raunar sitjandi forseti.

Þrír lyklar eru enn á lausu og velta þeir til dæmis á því hvort einhver samfélagslegur órói sé fram undan í Bandaríkjunum næstu mánuði og hvort bandaríski herinn láti eitthvað til sín taka á næstunni í þeim átökum sem eiga sér stað úti í heimi.

Lichtman hefur ekki gefið út lokaspá sína og veltur það á hvað gerist næstu vikurnar. Hann segir þó í samtali við News Nation að margt þurfi að fara úrskeiðis til að Kamala Harris verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hefur áhyggjur af lesskilningi Sigmundar og Bergþórs – „Kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra“

Hefur áhyggjur af lesskilningi Sigmundar og Bergþórs – „Kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Kólnun í hagkerfinu og neikvæðar væntingar atvinnulífsins styðja við vaxtalækkun í ágúst

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Kólnun í hagkerfinu og neikvæðar væntingar atvinnulífsins styðja við vaxtalækkun í ágúst
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ferðaþjónustan á Íslandi er útlensk

Sigmundur Ernir skrifar: Ferðaþjónustan á Íslandi er útlensk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn má búast við grimmilegri refsingu kjósenda vegna einokunar í kjötframleiðslu

Orðið á götunni: Framsókn má búast við grimmilegri refsingu kjósenda vegna einokunar í kjötframleiðslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár