fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Betra að Seðlabankinn horfi fram á veginn í stað þess að bregðast sífellt við því sem orðið er

Eyjan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski Seðlabankinn mætti horfa til seðlabanka annarra landa og draga þann lærdóm að betra sé að vera framsýnn við framkvæmd peningastefnu og horfa fram veginn frekar en að vera alltaf í viðbragði við orðnum hlut. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í sérstökum sumarþætti Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 7.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 7.mp4

Margir hafa áhyggjur af því að fjármagnskostnaður sé svo stór kostnaðarþáttur hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum að vextirnir sem slíkir beinlínis stuðli að verðbólgu, alla vega til skemmri eða meðallangs tíma.

„Já, þau áhrif eru til staðar. Reyndar sýnir alþjóðleg og söguleg reynsla að þau áhrif eru minni alla jafna heldur en þessi kælingaráhrif sem fylgja háum raunvöxtum.“

En hafa menn verið að skoða stýrivaxtaumhverfi, t.d. í íslenska hagkerfinu, út frá þessu?

„Við erum bara með umhverfi núna sem við höfum svo stutta sögulega reynslu af, með fljótandi gjaldmiðil – sem hann var náttúrlega ekki fyrr en 2001 – og tiltölulega útbreidda óverðtryggða fjármögnun, sem var ekki staðan fyrr en kannski fyrir 5-6 árum, þannig að við verðum vissulega að fara varlega í að heimfæra þessar rannsóknir annarra landa, eða þessa stuttu sögu sem við höfum, upp á framtíðina,“ segir Jón Bjarki.

Hann segist telja að það sem við getum engu að síður horft til annarra landa með sé að framsýni í peningastefnu sé mikilvæg og nauðsynleg við að stýra því olíuskipi sem stjórnun peningastefnu sé. Þetta séu seðlabankar í löndunum í kringum okkur að gera. „Þeir eru ýmist byrjaðir að lækka vexti, ég held að flestir séu þeir búnir að stíga þau skref, en á sama tíma að gefa skilaboð um að sú vegferð verði ekki hröð og ráðist af því hvernig verðbólga og efnahagslíf gengur, heldur en einmitt þetta; að vera alltaf í viðbragðinu. Það getum við lært og ættum að horfa til annarra landa með. Það held ég að séu algild sannindi sem við þurfum ekki að einhvern veginn séríslenska.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture