fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Skynsamlegt að byrja að lækka vexti og fara hægt – verra að bíða of lengi með viðbrögð við kólnun

Eyjan
Mánudaginn 29. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mun skynsamlegra er að byrja fyrr að lækka vexti og gera það hægar frekar en að bíða þar til kristaltært sé að veruleg kólnun sé staðreynd og ætla þá að lækka vexti í stærri skrefum. Áhrif 9,25 prósenta stýrivaxta eru í raun rétt að byrja að koma fram og þar sem fram undan eru mun stærri mánuðir með endurskoðunartíma vaxta en verið hefur er líklegt að hinir háu vextir muni bíta harkalega og hafa áhrif á neysluákvarðanir heimila og væntingar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, er gestur Ólafs Arnarsonar í sérstökum sumarþætti Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 6.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 6.mp4

„Í bili ætla ég að gefa því jafnar líkur að þau haldi óbreyttu eða fari að lækka …“

Það verður þá ekki mikil lækkun ef þau lækka

„Nei, þau byrja varfærnislega. Ef verðbólgutölur júlímánaðar og þessar vísbendingar um kólnun verða í línu við það sem við eigum von á núna, það er að segja að verðbólgan sé að minnsta kosti stöðug og við sjáum áframhaldandi samdrátt í kortaveltunni, komum ferðamanna og þar fram eftir götunum, þá er komið svigrúm til að hefja vaxtalækkunarferlið,“ segir Jón Bjarki. (Rétt er að taka fram að viðtalið fór fram áður en tilkynnt var um hækkun neysluvísitölunnar í júlí í síðustu viku)

Hann segir þetta velta nokkuð á því hvernig peningastefnunefnd meti og vegi hlutina, hvaða vigt þau leggi í vísbendingar um kólnun og svo hitt að enn sé gangur á íbúðamarkaði og nokkur spenna á vinnumarkaði. „Ef þau einblína á það að verðbólga sé enn þá í kringum sex prósent, sem hún líklega verð, frekar en að horfa á vísbendingar um það hvert stefnir, þá gætu þau haldið óbreyttu, en ég vona og ég held að það væri skynsamlegra að byrja að lækka vexti með haustinu, það er að segja í ágúst. Fara þá rólegar af stað, og eins og þú segir, þetta er olíuskip og við vitum að þegar þú rífur í stýrið á olíuskipi þá fer ekki vel.“

Jón Bjarki segist telja það miklu heppilegra, og það verði minni sóun og efnahagslegur skaði að byrja fyrr og fara hægar heldur en að bíða þar til orðið sé alveg kristaltært að hér stefni í alvöru samdrátt og fyrirtæki og heimili sjái fram á mjög krefjandi aðstæður og ætla þá að stíga fast á bensíngjöfina.

„Það er fyrst núna sem full áhrif af 9,25 prósent vöxtum, miðað við þessa teoríu um 12-18 mánuði, eru að koma fram …“

Já, við erum svona að komast inn á það tímabil, núna og fram til áramóta, þá séu þessi áhrif að birtast að fullu.

„Það held ég nefnilega, og þau eru mögnuð upp dálítið vegna þess að endurskoðunartími vaxta er að verða hjá mun stærri hluta heimila heldur en mánuðina á undan. Júní var fyrsti virkilega stóri mánuðurinn í þessu og allt fram á mitt næsta ár eru stórir mánuðir þar sem heimilin standa frammi fyrir því: annaðhvort tökum við á okkur mun hærri greiðslubyrði eða skuldbreytum í verðtryggt eða blöndu af þessu, og þetta hefur alveg áhrif, held ég, á neysluákvarðanir heimila og bjartsýni á framtíðina,“ segir Jón Bjarki.

„Ég held að það að gefa ádrátt um það að nú sé þetta ferli farið í gang, en hversu hratt það verði muni svo markast af því hversu hratt hagkerfið kólnar, frekar an að halda bara óbreyttum vöxtum alveg þangað til þú ert orðinn handviss um að hér sé allt orðið miklu kaldara.“

Það er náttúrlega nánast einhvers konar ofbeldispeningastjórnun að keyra allt í stopp, ef svo mætti að orði komast, áður en menn bregðast við því.

„Það er að minnsta kosti ekki framsýn efnahagsstjórn, sem peningastefna á að vera hún á að vera framsýn,“ segir Jón Bjarki Bentsson.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture