fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Rafmagnsbíll, nei takk

Eyjan
Laugardaginn 27. júlí 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaumboðin birta þessa dagana sölutölur nýrra bíla. Öllum til furðu eru helstu tíðindin hrun í sölu rafmagnsbíla.

Sjálfur skil ég vel að fólk afþakki rafmagnsbílana.

Fyrir ári síðan ákváðum við hjónin að kaupa rafknúinn bíl til að vera umhverfis- og vinstri græn og kynntumst um leið drægnikvíðanum í sinni verstu mynd. Drægni- eða hleðslukvíði einkennist af stöðugum áhyggjum af rafgeymi bílsins. Kemst ég í næsta hleðslutæki? Hvar er næsta hleðslutæki?

Í sambýli við rafmagnsbíl þarf að taka þurfti tillit til ótal umhverfisþátta. Kalsaveður, rigning, útvarp, miðstöð, þurrkur og mikill farangur minnka akstursdrægni bílsins til mikilla muna. Við vorum stöðugt að reikna út hversu langt við kæmumst á geyminum áður en hann tæmdist. Drægnikvíðinn varð smám saman að illa skilgreindri martröð eða þráhyggju. Mig dreymdi á nóttum að ég væri staddur uppi á Hellisheiði á rafmagnslausum bíl í hríðarkófi og enginn kæmi mér til bjargar. Smám saman snerist lífið ekki um annað en kílómetrastöðuna á mælinum og hleðslustöðvar. Allar ferðaáætlanir miðuðust við nokkurra klukkustunda hleðslustopp á yfirfullum stöðvum. Smám saman hættum við að fara upp fyrir Elliðaár.

Ég reyndi að ræða þetta við nokkra rafbílaeigendur en fékk einungis hrokafull viðbrögð „Þetta er ekkert mál!“ „Bara að redda sér öllum hleðslustöðvaröppunum!“ Fólk sagði að ég væri bara tæknifatlaður. Allt kom þó fyrir ekki.

Eftir sex mánaða hleðsluþráhyggju með tilheyrandi kvíðaköstum og svefnleysi ákváðum við að selja rafmagnsbílinn og kaupa okkur heiðarlegan bensínbíl. Viðskiptin gengu upp og ég keyrði brosandi inn á næstu bensínstöð og tók utan um bensíndæluna eins og gamlan vin. Svo lagði ég af stað hringinn í kringum landið frjáls eins og fuglinn minnugur orða Egils afa mín Skallagrímssonar: Góð geðheilsa er rafbíl betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin