fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Krónan verður að þjóna hugverkaiðnaði og hátækni rétt eins og hefðbundnum greinum

Eyjan
Laugardaginn 27. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi krónunnar er að líkindum inni á því bili sem gengur upp fyrir hagkerfið vegna þess að við erum ekki með viðvarandi viðskiptahalla við útlönd, líkt og var fyrir hrun. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mikilvægt að horfa ekki aðeins til hefðbundinna atvinnugreina varðandi gengi krónunnar. Ekki sé nóg að meta gengið út frá stóriðju, öðrum iðnaði og sjávarútvegi, auk ferðaþjónustu. Við Íslendingar séum líka í samkeppni við útlönd þegar kemur að hugverkaiðnaði og hátækni. Jón Bjarki er gestur Ólafs Arnarsonar í sérstökum sumarþætti Markaðarins á Eyjunni.

Heyra má brot úr þættinum hér:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 4.mp4

Nú hafa margir áhyggjur af því að krónan sé of sterk, ef við berum bara saman kostnað hér á landi, launakostnað, verðlag og fleira, þá er nú margt sem gefur til kynna að gengi krónunnar sé býsna sterkt. Nú er samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustu, við erum náttúrlega með sveiflukenndan útflutningsatvinnuveg, sem er sjávarútvegurinn. Er krónan of sterk?

„Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þetta gengi sé innan þess bils, ef við getum orðað það þannig, sem gangi fyrir hagkerfið. Það byggi ég á því að þrátt fyrir allt höfum við ekki misst utanríkisviðskiptin í umtalsverðan halla, reyndar vorum við með smáafgang í fyrra og lítur úr fyrir að við verðum svona sirka á pari þetta árið,“ segir Jón Bjarki.

Hann segir þetta vera mikla breytingu til batnaðar frá því fyrir hrun, við vorum alltaf með halla. „Eitt ár af hverjum tíu vorum við með jafnvægi, hin níu árin vorum við með halla, við vorum að safna erlendum skuldum löngu fyrir útrásina. Þjóðarbúið var farið að skulda erlendis hálfa landsframleiðslu eða svo. Að því leytinu til erum við inni á þessu bili. Það fer svolítið eftir því hvernig varð á fiski og áli þróast hversu vel við stöndum okkur í samkeppni við aðra á þessum ferðaþjónustumarkaði og kannski ekki síst hvort við sníðum okkur stakk eftir vextir varðandi innflutta neyslu og fjárfestingu, kaup á bílum, á heimilistækjum, á heitum pottum, utanlandsferðir og annað slíkt, hvor þetta gengi stenst.“

Jón Bjarki segir okkur ekki hafa efni á að hafa krónuna mikið sterkari en hún er í dag. Ef í ljós komi að þetta gengi, þar sem evran er rétt um 150 krónur og dollarinn 140 eða svo, ef það leiði til þess að innflutningur verði einfaldlega meiri en útflutningur þannig að við förum aftur í viðskiptahalla þá verði krónan að gefa eftir til að rétta þann kúrs, bæta samkeppnisstöðuna þannig að við höfum örlítið hagstæðara verð að bjóða ferðamönnum og lækka framleiðslukostnað við iðnaðarvörur.

„Okkur er svolítið tamt að tala um þennan framleiðslukostnað svona af gamla skólanum, horfa á, í okkar tilfelli, orkufrekan iðnað, aðra iðnaðarframleiðslu og sjávarútveginn en við erum ekki síður í samkeppni í vaxtarbroddum eins og hugverkaiðnaði og hátækni. Þar skiptir þetta líka máli því að launakostnaður er náttúrlega miklu meiri þar og kostnaður við aðföng eins og tækjakost miklu lægra hlutfall.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture