fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Spurningin sem Guðrún fær ítrekað – „Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?”

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 10:12

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta þættinum hans af Einmitt. Þau ræða þar nokkur af þeim málum sem mótað hafa umræðuna síðustu misseri eins og ný útlendingalög, óreiðuna sem ríkir í sölumálum á áfengi og flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum síðustu 15 ár.

Mamma vildi ekki „missa“ fleiri börn norður

Einar og Guðrún ræða um námsár Guðrúnar og talið berst að skólagöngu þeirra systkina en Aldís eldri systir Guðrúnar sem um árabil var bæjarstjóri i Hveragerði og Hafsteinn bróðir hennar fóru norður til Akureyrar í menntaskóla. Það var í raun algjör tilviljun sem réð því en þegar kom að Guðrúnu að velja framhaldsskóla þá sagði móðir hennar að hún væri búin að missa of mörg börn norður á Akureyri og úr varð að Guðrún var ár í Verslunarskólanum og síðan fór hún í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki

Þetta er viðkvæmur málaflokkur og ég hef eftir mesta mætti stigið inn í hann af virðingu en festu, segir Guðrún þegar talið berst að málefnum erlendra hælisleitenda og nýjum útlendingalögum. Einar spyr hvernig gagnrýnin á flokkinn og hana hafi farið í hana. Guðrún fer yfir vöxt um umsóknir til alþjóðlegrar verndar sem fjölgað hefur í veldisvexti síðustu ár. Samfélagið ráði ekki við umfangið og kostnaðinn sem því fylgi. 

Vitaskuld er það erfitt þegar við þurfum að vísa frá fólki. En þá er það byggt á ákvörðun byggðri á okkar lögum og á tveimur dómstigum og þá ber viðkomandi að yfirgefa landið,” segir Guðrún og bætir við: Ég hef lagt áherslu á að það eru lög í þessu landi og það þurfa allir að fara eftir þeim lögum hvort sem að þú ert Íslendingur eða útlendingur.”

Flokkurinn verði að gera betur

Þegar umræðan berst að gengi Sjálfstæðisflokksins segir Guðrún að niðurstöður skoðanakannanna séu óásættanlegar og flokkurinn verði að gera betur. Hún segir flokkinn ekki nógu duglegan að tala fyrir sinni stefnu og leyfi andstæðingum hans að skilgreina flokkinn en fulltrúar flokksins þurfi að stíga fastar inn þar. Gengi flokksins í könnunum sé óásættanlegt og því verði að snúa við. Hún nefnir það mýmargt máli sínu til stuðnings. Eitt af því sé það að flokkurinn sé skilgreindur sem karlrembuflokkur þegar þær fullyrðingar standist enga skoðun að hennar mati.

„Hvað ertu að gera í þessum karlrembuflokki?”

Guðrún segist oft vera spurð að því hvað hún sé að gera í þessum karlrembuflokki og segist ekki skilja það hvernig fólk fái það út að Sjálfstæðisflokkurinn sé karlrembuflokkur . 

Þetta er bara alrangt. Stærstu jafnréttisskref sem stigin hafa verið í íslensku samfélagi hafa verið gerð á vakt sjálfstæðismanna”. 

Guðrún heldur áfram á þessum nótum. Bjarni Benediktsson hefur verið óhræddur að lyfta upp konum til æðstu metorða og ég er ein af þeim. Núna eru fimm ráðherrar og þar eru þrjár konur og tveir karlar, og í sömu ríkisstjórn er jafnt kynjahlutfall.” Þannig vísar hún fullyrðingum um karlrembu til föðurhúsanna.

Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum