fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Vanskil fyrirtækja og heimila aukast hratt – merkjanlegur samdráttur einkaneyslu

Eyjan
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanskil og greiðsludráttur hefur aukist merkjanlega og hratt bæði hjá fyrirtækjum og heimilum, samkvæmt tölum frá Motus. Þá er einnig farið að bera á vanskilum fólks og fyrirtækja í bönkunum, ef marka má hálfsársuppgjör Landsbankans. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs Arnarsonar við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, á Markaðnum

Hér má hlusta á stutt brot úr viðtalinu:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 2.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 2.mp4

„Núna sjáum við t.d. í júní að kortavelta heimila var að minnka að raungildi milli ára og af væntingakönnun hjá fyrirtækjum heyrum við að það ver verið að halda í við sig með fjárfestingar og það er ekki bara einhverjar tölur á blaði, það þýðir að þarna eru vörur og þjónusta sem ekki er þá keypt og störf sem ekki þarf að manna við uppbyggingu í fjárfestingunni þannig að það bætist við þennan utanaðkomandi þátt í útflutningnum,“ segir Jón Bjarki.

Nú hefur verið talað um það í nokkra mánuði, jafnvel misseri, að yfirdráttarlán heimilanna séu í sögulegum hæðum, yfir 100 milljarðar, og það hefur verið orðað þannig að yfirdráttarlán séu í raun dulbúin vanskil. Hvernig er með vanskil í bankakerfinu, eru þau að aukast?

Að sögn Jóns Bjarka eru vanskil í bankakerfinu aðeins farin að mjakast upp. Hann bendir á að aðeins liggi fyrir árshlutauppgjör frá einum stóru bankanna. Uppgjör Landsbankans hafi á heildina litið verið ágætt en í tölunum hafi komið fram að vanskil og greiðslufrestir séu að aukast.

„Það sem er kannski athyglisverðast, á meðan við höfum ekki heildartölurnar frá hinum bönkunum, er nýleg greining sem Motus, innheimtufyrirtækið, var að birta. Þau hafa verið dugleg, sem er mjög gott, þeirri leitni og því sem er að gerast …“

Þau hafa náttúrlega puttann á púlsinum þegar kemur að vanskilum …

„Og það er svo hratt, þau sjá þetta strax, og þar eru þau að merkja nokkuð hraða aukningu í vanskilum og greiðsludrætti bæði hjá fyrirtækjum og heimilum. Þetta er hægt að sjá á vefnum þeirra og ég hvet þá sem hafa áhuga til að skoða þetta því að þetta er mjög fróðlegt og ég held að við ættum að horfa til þessa ekki síður en vanskilatalna hjá bönkunum því að þarna höfum við beina mælingu á vanskilum til þeirra sem eru að rukka fyrir vörur og þjónustu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Hide picture