fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Hefur áhyggjur af lesskilningi Sigmundar og Bergþórs – „Kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra“

Eyjan
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef til vill þurfa Sigmundur og Bergþór að leggjast í víking til að tilkynna þessum 118 þjóðum að þær skilji ekki samninginn og útskýra fyrir þeim hvað stendur í ensku útgáfu hans. Ég legg til að þeir byrji á Bretlandi,“

segir Helgi Brynjarsson lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins i grein sinni á Vísi.

Helgi segir þingmenn Miðflokksins, þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa látið mikið fara fyrir skoðunum sínum á Mannréttindastofnun Íslands undanfarið og slengt fram allskonar fullyrðingum „en eins og gengur og gerist eru þær því miður bara ekki sannleikanum samkvæmar.“

Segir Helgi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa svarað rangfærslum þeirra skilmerkilega á hinum ýmsu miðlum en Miðflokksmenn ekki vilja láta sér segjast og því endurtaki Helgi hér helstu atriði hægt og rólega.

Miðflokkurinn virðist nefnilega eiga í mjög flóknu sambandi við Mannréttindastofnun Íslands. Í aðra höndina hafa þeir verið henni mjög hliðhollir og greitt með henni atkvæði með þingsályktun um lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en samkvæmt sáttmálanum ber aðildarríkjum að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun. Þá hefur flokkurinn jafnframt lagt áherslu á að „Ísland virði og fari eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“, líkt og það er orðað í málefnaályktunum Landsþings Miðflokksins frá 2018. Engu að síður hafa Miðflokksbræður gjörsamlega farið af hjörunum þegar efna á samninginn með því að setja á fót mannréttindastofnun og vilja þá ekkert kannast við fyrri afstöðu flokksins til hennar.“

Segir Helgi að Sigmundur og Bergþór virðist taka það mjög nærri sér þegar þeir eru minntir á þessa kúvendingu Miðflokksins og brydda upp á ýmsum útskýringum til að réttlæta hana, eins og að samningurinn um réttindi fatlaðs fólks segi ekkert um sjálfstæðar mannréttindastofnanir eða að hin íslenska þýðing samningsins sé röng. 

Máli sínu til stuðnings hefur Bergþór vitnað orðrétt í ensku útgáfuna á 33. gr. sáttmálans. Eitthvað hefur Bergþóri þó vafist fjötur um fót við lesturinn þar sem honum láðist að vitna í ákvæðið í heild sinni og sleppti seinasta þriðjungi þess, sem svo merkilega vildi til að var einmitt sá hluti ákvæðisins sem hentaði ekki hans málflutningi. Það er örlítið áhyggjuefni að lesskilningur þingmanna sé ekki meiri en svo en að lítið lagaákvæði reynist þeim ofviða og mætti ef til vill útvíkka þessar PISA-kannanir svo þær nái einnig til kjörinna fulltrúa. Ólíkt því sem tíðkast með grunnskólabörnin þá grunar mig reyndar að þessi lesblinda Miðflokksmanna sé valkvæð fremur en eitthvað annað,“ segir Helgi.

Til að auðvelda Miðflokksmönnum lesturinn eru hér helstu svör við fullyrðingum þeirra í þessum furðulega stormi í vatnsglasi í mjög stuttu máli,“  segir Helgi, sem svarar þingmönnunum með fimm svörum.

Í einu þeirra segir hann að Miðflokksmenn hafi látið í veðri vaka að Mannréttindastofnun Íslands sé einhvers konar uppfinning VG og hafi meðal annars uppnefnt hana Mannréttindastofnun VG. Bendir Helgi á að svo sé ekki, 118 aðrar þjóðir í heiminum starfræki mannréttindastofnun,og þar af 39 í Evrópu. 

„Allar þær þjóðir eiga það sameiginlegt að VG reka þar ekki útibú. Þá eiga þær enn fremur sameiginlegt að mannréttindastofnanir þeirra uppfylla skilyrði 33. gr. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þar með áðurnefnd Parísarviðmið. Fullyrða má að þær hafa ekki lagt íslensku þýðingu sáttmálans til grundvallar, en engu að síður talið sig skuldbundnar til að starfrækja slíka stofnun.“ 

„Mikil útgjaldaaukning og stærra bákn!“

Helgi segir því hafa verið kastað fram að með lögum um Mannréttindastofnun sé báknið að blása út og útgjöld ríkisins að aukast verulega. „Fyrir þá sem hafa löngun og getu til þess að renna í gegnum frumvarpið að lögunum í heild sinni geta hins vegar séð að útgjaldaaukningin vegna Mannréttindastofnunar er ekki nema 43,9 milljónir króna á ári. Áður hefur komið fram í umræðunni að sá kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra Sigmundar og Bergþórs,“ segir Helgi.

Helgi endar grein sína með þeim orðum að Mannréttindastofnun Ísland sé ekki einhvers konar rándýrt alræðisbákn sem runnið er undan rifjum VG. Hér sé  einfaldlega um að ræða stofnun sem við erum skuldbundin að þjóðarrétti til að setja á fót, hefur mjög takmarkaðar valdheimildir og felur í sér sáralitla útgjaldaaukningu. „Hvort eitthvað gagn verði af henni á svo eftir að koma í ljós.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Brynjar ánægður með rassskellingu Helga

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir ánægju sinni með skrif Helga er Brynjar Níelsson samfélagsrýnir. Í færslu á Facebook segir hann að Miðflokksmenn ættu frekar að einbeita sér að því að sáttmálar líkt og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks séu ekki samþykktir í heild sinni, gangi þeir gegn hagsmunum okkar. 

Þessi ungi maður, sem ég þekki lítillega, snýtir vinum mínum í Miðflokknum all hressilega í þessari grein. Því miður gerðu miðflokksmenn, eins og ég, þau mistök að samþykkja þingsályktun um lögfestingu á þessum sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingmenn þurfa að hætta að lögfesta í heilu lagi sáttmála af þessu tagi, sem ganga flestir út á það að kjörnir fulltrúar afsali sér völdum til umboðslauss fólks úti bæ, oftar en ekki til einhverra pólitískra aktivista í málaflokkunum.

Í stað þess að grafa sig dýpra í þessari holu ættu miðflokksmenn að beita sér fyrir því að undið verði ofan af allri þessari vitleysu sem lögfest hefur verið í heilu lagi frá þessum alþjóðastofnunum í einhverju dygðaskreytingakasti. Oftar en ekki ganga þessir samningar að hluta til þvert á hagsmuni okkar og eru ógn við lýðræðið og fullveldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi