fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Kólnun í hagkerfinu og neikvæðar væntingar atvinnulífsins styðja við vaxtalækkun í ágúst

Eyjan
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýr merki eru komin fram um kólnun í íslenska hagkerfinu og væntingar í atvinnulífinu til eftirspurnar eftir starfsfólki og tekjuvöxt hafa stórlega minnkað milli ára. Þegar við þetta bætist að margt bendir nú til þess að erlendum ferðamönnum fækki á milli ára telur Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, að ástæða sé til að hefja vaxtalækkunarferli nú í ágúst. Jón Bjarki er gestur Ólafs Arnarsonar í sérstökum sumarþætti Markaðarins á Eyjunni. Rétt er að taka fram að viðtalið var tekið í gær, áður en nýjustu tölur Hagstofunnar um aukna verðbólgu birtust.

Stutt brot úr viðtalinu má sjá hér:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 1.mp4

Með þær upplýsingar sem við höfum núna, á ekki Seðlabankinn bara einfaldlega að fara í vaxtalækkunarferli?

„Jú, ég er eiginlega þeirrar skoðunar, að breyttu breytanda, núna er rétt mánuður í vaxtaákvörðun.“ Jón Bjarki benti á að verðbólgutölur fyrir júlí væru væntanlegar í dag og á komandi vikum ættu einhverjar vísbendingar eftir að koma fram. Seðlabankastjóri hefði hins vegar sjálfur sagt fyrir nokkrum vikum, í byrjun júní, að tvennt þyrfti til að vextir yrðu lækkaðir í ágúst. Annars vegar skýr merki um kólnun hagkerfisins og hins vegar að verðbólga og/eða verðbólguvæntingar, sem þau auðvitað horfa meira til en endilega mælingarinnar sjálfrar, þyrfti að koma niður.

„Ég vil dálítið tikka í bæði þessi box. Við erum að sjá væntingamælingar sýna að fyrirtækjastjórnendur og almenningur telja horfurnar allnokkru neikvæðari en bara fyrir nokkrum mánuðum. Það var að koma greining frá Deloitte, sem er evrópsk könnun, framkvæmd í 13 löndum meðal fjármálastjóra stærri fyrirtækja. Fyrir ári síðan voru íslenskir fjármálastjórar þeir bjartsýnustu í Evrópu á tekjuvöxt, þörf fyrir mannskap og þar fram eftir götunum. Núna vorum við undir meðaltalinu, að minnsta kosti hvað tekjuvöxt varðar, og mjög dregið úr væntingum um hvaða mannskap þurfi í stærri fyrirtæki landsins á komandi vetri.“

Jón Bjarki segir þetta vera mikinn viðsnúning á einu ári, ekki síst þegar haft sé í huga að fyrir ári voru vextir komnir langleiðina í það sem þeir eru núna, rétt fyrir allra síðustu skref Seðlabankans. „Við erum að sjá fækkun í túrismanum. Háönnin ætlar að verða töluvert lakari heldur en við bjuggumst við bara í vor.“

Já, árið byrjaði vel, eða mjög sterkt túristaár, en það er að breytast hratt.

„Já, fyrsti fjórðungur var eiginlega skárri en margir væntu eftir þessi fyrstu áhrif af gosfréttaflutningum og því öllu en svo sló aftur í bakseglin og júní var með níu prósenta fækkun á milli ára í komum ferðamanna á Keflavíkurflugvöll. Það eru alveg tölur sem munar um,“ segir Jón Bjarki, „því að það eru eitthvað á þriðja hundruð þúsund ferðamanna sem komu í júní og ef júlí og ágúst og september, sem er orðinn býsna stór líka, ef þeir verða í eitthvað líkum takti þá erum við líklega að fara að sjá færri ferðamenn í ár en í fyrra og það er fljótt að segja til sín.“

Hann segir það nokkurs konar þumalputtareglu að fyrir hverja 100 þúsund ferðamenn séu þúsund störf í ferðaþjónustunni. „Við vorum með ríflega 20 þúsund fullvinnandi störf í ferðaþjónustunni í fyrra og 2,2 milljónir ferðamanna þannig að ef ferðamönnum fækkar eitthvað í stað þess að þeim fjölgi um 100 þúsund milli ára, eins og við vorum að spá í vor, þá gætu það verið eitthvað um þúsund störf sem verður ekki þörf fyrir, eða ekki spurn eftir í vetur.“

Í samtali við Eyjuna í morgun sagði Jón Bjarki skarpa hækkun vísitölu neysluverðs, sem birt var í morgun, koma á óvart, ekki síst hve almenn hækkunin er. Hann telur að þessi hækkun dragi mjög úr líkum á því að Seðlabankinn lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er 21. ágúst. Hann telur þó að peningastefnunefnd hljóti að horfa til fleiri þátta en vísitölunnar einnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
Hide picture