fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgisaukning vinstri blokkarinnar í íslenskri pólitík hófst löngu áður en fylgi Samfylkingarinnar jókst á ný, eftir að Kristrún Frostadóttir tók við sem formaður flokksins haustið 2022. Eins og staðan er nú nýtur vinstri blokkin fylgis hreins meirihluta kjósenda.

Þorsteinn Pálsson gerir úttekt á stöðu og fylgisþróun blokkanna í íslenskum stjórnmálum af kögunarhóli á Eyjunni í dag. Hann skiptir níu flokkum, sem eru að mælast með fylgi í skoðanakönnunum, í þrjár blokkir, hægri, miðju og vinstri, og skoðar fylgi þeirra í síðustu tvennum kosningum og stöðu þeirra samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Hann miðar við afstöðu flokkanna til ríkisumsvifa og skattheimtu er hann skipar þeim í blokkir.

Hægri blokkina mynda Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Í kosningunum 2017 fékk hægri blokkin samtals 36 prósent atkvæða en lækkaði niður í 30 prósent 2021. Í síðustu skoðanakönnunum í júní sýndi Gallup 33 prósenta  fylgi en Maskína 27 prósent.

Fylgið hefur þannig minnkað um 3-9 prósent á sjö árum, Miðflokkurinn hefur stækkað og Sjálfstæðisflokkurinn minnkað.

Þorsteinn telur líklegt að hægri blokkin geti tapað fylgi inn á miðjuna ef Sjálfstæðisflokkurinn bregst við fylgistapinu með ríkari hægri áherslum en það gæti leitt til þess að flokkurinn endurheimti eitthvert fylgi frá Miðflokknum.

Miðju blokkina mynda Framsókn og Viðreisn en Björt framtíð tilheyrði henni einnig í kosningunum 2017.

Í kosningunum 2017 fékk miðjublokkin 19 prósent atkvæða og jók fylgið í kosningunum upp í 26 prósent. Í síðustu skoðanakönnunum í júní sýndi Gallup 16 prósenta fylgi en Maskína 20 prósent.

Miðað við 2017 er miðjan með lítið eitt meira fylgi nú hjá Maskínu en nokkru minna hjá Gallup.

Miklar sveiflur hafa orðið á fylginu innbyrðis í miðju blokkinni á tímabilinu en eins og staðan er núna hefur Viðreisn styrkt stöðu sína en Framsókn tapað. Þorsteinn segir greinilegt að Mikil fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum hafi að stærstum hluta farið frá miðju blokkinni yfir til Samfylkingarinnar í vinstri blokkinni

Hann telur aukna hægri áherslu Sjálfstæðisflokksins geta styrkt miðju blokkina og einnig mögulega hræðslukjósenda við skattahækkunaráform Samfylkingarinnar upp á 70-80 milljarða.

Vinstri blokkina mynda Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og VG. Alþýðufylkingin og Dögun tilheyrðu henni 2017 en Sósíalistar síðan 2021.

Í kosningunum 2017 fékk vinstri blokkin 35 prósent atkvæða og það jókst upp í 44 prósent í kosningunum 2021. Í síðustu skoðanakönnunum sýndi Gallup 51 prósenta fylgi en Maskína 52 prósent.

„Vinstri blokkin er þannig með hreinan meirihluta og hefur haft hann í könnunum í hart nær tvö ár. Þingmeirihluti getur þó verið óviss vegna dauðra atkvæða.

Athyglisvert er að uppsveifla vinstri blokkarinnar hófst löngu áður en Samfylkingin fór að vaxa á ný.

Innbyrðis hefur Samfylking leyst VG af hólmi sem forystuflokkur á vinstri vængnum. Mest af fylgisaukningu Samfylkingar kemur frá VG. En hún hefur einnig tekið fylgi frá Framsókn á miðjunni og Sjálfstæðisflokki í hægri blokkinni.“

Þorsteinn telur ólíklegt er að vinstri blokkin fari mikið yfir 50 prósenta fylgi og þar komi til möguleg hræðsla kjósenda við miklar skattahækkanir.

Halli Samfylkingin sér aftur nær miðjunni í skattamálum gæti það hjálpað VG að endurheimta eitthvað af fyrra fylgi.

Sú mynd sem hér birtist sýnir í grófum dráttum að síðustu sjö árin hefur straumur kjósenda legið til vinstri í talsverðum mæli. Þorsteinn telur þó fylgi blokkanna hafa takmarkað forspárgildi fyrir stjórnarmyndun.

Gefist vinstri blokkinni færi á að mynda ríkisstjórn eftir kosningar telur Þorsteinn það geta talist trúnaðarbrest af hálfu vinstri flokkanna að nýta ekki tækifærið til að stækka velferðarkerfið með umtalsvert hærri sköttum en nú eru. Hann telur þó alls ekki sjálfgefið að vinstri stjórn verði að veruleika.

Þorsteinn telur Samfylkinguna líklega til að ráða mestu um stjórnarmyndun og telur að miðju blokkin verði að bæta stöðu sína til að koma í veg fyrir að hér verði mynduð annað hvort hrein vinstri stjórn eða þá að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn nái saman og þá yrði niðurstaðan að líkindum nokkurs konar framhald núverandi ríkisstjórnar þar sem Samfylkingin kæmi inn í stað VG.

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?