fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Eyjan
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir mæla fylgi níu flokka. Fyrir forvitni sakir reyndi ég að lesa úr þeim fylgi við þrjá meginstrauma í pólitík, hægri, miðju og vinstri.

Það er alls ekki óumdeilt hvernig draga á níu flokka í þrjá hugmyndafræðilega dilka. Til einföldunar ákvað ég að nota afstöðu flokka til ríkisumsvifa og skattheimtu sem viðmið. Flokkur sem styður að ríkið taki stærri sneið af þjóðarkökunni telst þannig til vinstri þótt hann fylgi hægri sjónarmiðum í útlendingamálum.

Þótt margt hafi breyst snúast stóru línurnar enn um skatta og umfang ríkisins.

Hægri blokkin

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda hægri blokkina.

Í kosningunum 2017 fékk hægri blokkin samtals 36% atkvæða. Í kosningunum 2021 var fylgi hennar komið í 30%. Í síðustu skoðanakönnunum í júní sýndi Gallup 33% fylgi en Maskína 27%.

Á síðustu sjö árum hefur fylgi við hægri blokkina þannig fallið um 3 til 9%. Innbyrðis hefur Miðflokkurinn stækkað og Sjálfstæðisflokkurinn minnkað.

Bregðist Sjálfstæðisflokkurinn við fylgistapinu með ríkari hægri áherslum gæti hann mögulega endurheimt fylgi frá Miðflokki en ósennilega stækkað mengi hægri blokkarinnar í heild. Líklegra er að við það myndi blokkin missa fylgi inn á miðjuna.

Miðju blokkin

Framsókn og Viðreisn mynda miðju blokkina. Björt framtíð tilheyrði einnig miðjunni í kosningunum 2017.

Í kosningunum 2017 fékk miðjublokkin 19% atkvæða. Í kosningunum 2021 fékk hún 26%. Í síðustu skoðanakönnunum í júní sýndi Gallup 16% fylgi en Maskína 20%.

Miðað við 2017 er miðjan með lítið eitt meira fylgi nú hjá Maskínu en nokkru minna hjá Gallup.

Innbyrðis er Viðreisn nýlega orðin stærri. Gífurleg uppsveifla Framsóknar í síðustu kosningum hefur að einhverju leyti fallið til Viðreisnar en í stærri stíl til Samfylkingar.

Tvenns konar ytri aðstæður gætu styrkt miðju blokkina. Annað er aukin hægri áhersla sjálfstæðismanna í baráttu við Miðflokk. Hitt er að kjósendur fælist, þegar nær dregur kosningum, þá 70 til 80 milljarða króna áfangaskiptu skattahækkun, sem Samfylkingin boðar til að efla velferðarkerfið og aðrir flokkar í vinstri blokkinni virðast styðja.

Vinstri blokkin

Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og VG mynda vinstri blokkina. Alþýðufylkingin og Dögun tilheyrðu henni 2017 en Sósíalistar síðan 2021.

Í kosningunum 2017 fékk vinstri blokkin 35% atkvæða. Í kosningunum 2021 flaug fylgið upp i 44%. Í síðustu skoðanakönnunum sýndi Gallup 51% fylgi en Maskína 52%.

Vinstri blokkin er þannig með hreinan meirihluta og hefur haft hann í könnunum í hart nær tvö ár. Þingmeirihluti getur þó verið óviss vegna dauðra atkvæða.

Athyglisvert er að uppsveifla vinstri blokkarinnar hófst löngu áður en Samfylkingin fór að vaxa á ný.

Innbyrðis hefur Samfylking leyst VG af hólmi sem forystuflokkur á vinstri vængnum. Mest af fylgisaukningu Samfylkingar kemur frá VG. En hún hefur einnig tekið fylgi frá Framsókn á miðjunni og Sjálfstæðisflokki í hægri blokkinni.

Ólíklegt er að vinstri blokkin fari mikið yfir 50% fylgi. Möguleg hræðsla kjósenda við miklar skattahækkanir sýnist vera helsta málefnalega ógnin.

Halli Samfylkingin sér aftur nær miðjunni í skattamálum gæti það hjálpað VG að endurheimta eitthvað af fyrra fylgi.

Stjórnarmyndun

Þessi greining sýnir í grófum dráttum að hugmyndafræðilegt straumfall síðustu sjö ára hefur fallið til vinstri. En hún hefur lítið forspárgildi fyrir stjórnarmyndun.

Vinstri blokkin er þó sú eina sem gæti náð nægjanlegu fylgi til að mynda ríkisstjórn. Slík stjórn er þó alls ekki sjálfgefin þrátt fyrir hugsanlegan meirihluta. Aftur á móti yrði það væntanlega spurning um trúverðugleikabrest að nýta ekki tækifærið til að stækka velferðarkerfið með umtalsvert hærri sköttum ef það býðst.

Samfylkingin mun sennilega ráða mestu um stjórnarmyndun. Miðju blokkin þarf að minnsta kosti að ná sama fylgi og 2021, sem var 26%, til þess að hafa veruleg áhrif á hvers kyns stjórn verður mynduð og koma í veg fyrir hreina vinstri stjórn.

Svo gæti Samfylkingin endurtekið leik VG frá því fyrir sjö árum. Það yrði væntanlega framhald á því sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Frjálslyndir jafnt sem íhaldssamir án hugsjóna

Björn Jón skrifar: Frjálslyndir jafnt sem íhaldssamir án hugsjóna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs

Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
09.06.2024

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun