fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Eyjan

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Eyjan
Mánudaginn 15. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti á föstudag að engin þörf sé á að byggja nýjan flugvöll í náinni framtíð. Þar með hefur Icelandair afskrifað aðkomu að nýjum innanlands- og millilandaflugvelli sem til skoðunar hefur verið að reisa í Hvassahrauni.

Hvassahraunið var árið 2015 metinn vænlegasti kosturinn fyrir þessa uppbyggingu en eins og flestir vita hófust svo jarðeldarnir á Reykjanesskaganum sem hafa komið þessum áformum í uppnám.

„Við erum með fjóra alþjóðaflugvelli á Íslandi í dag sem eru bara fínir en skynsamlegt að styrkja þá enn frekar. Til dæmis flugvöllurinn hér í Vatnsmýrinni, það þarf að gera hann enn betri, bæði fyrir farþega og starfsmenn og styrkja hann enn frekar sem varaflugvöll,“ sagði Bogi.

Enn er beðið eftir viðamikilli skýrslu um Hvassahraun, en hún hefur verið í tæp fimm ár í vinnslu. Von er á niðurstöðum í næsta mánuði en að baki henni stendur starfshópur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Ekki búið að útiloka Hvassahraun

Borgarfulltrúinn Alexandra Briem telur ekki tímabært að afskrifa Hvassahraunið fyrr en niðurstöður skýrslunnar liggja fyrir og þá aðeins ef niðurstöður benda til þess að svæðinu stafi hætta af mögulegri náttúruvá. Alexandra tókst á um máli í Sprengisandi í gær við Njáll Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokks sem situr í bæði fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Njáll Trausti telur ljóst að enginn þingmaður muni í dag kvitta undir flugvöll í Hvassahrauni og því sé tími til kominn að styrkja flugvöllinn í Vatnsmýrinni til framtíðar.

Alexandra og Njáll Trausti tókust hart á um málið. Alexandra telur ljóst að sama hvað þá verði flugvöllurinn í Vatnsmýri að víkja fyrir uppbyggingu húsnæðis og þéttingu byggðar. Hún bendir á að ekkert sé fram komið sem bendi til þess að náttúruvá útiloki Hvassahraunið en þær rannsóknir og skýrslur sem þegar liggi fyrir bendi til að áhættan á því svæði sé lítil.

Njáll Trausti segir að það sé ómögulegt annað að líta svo á að um breyttar forsendur sé að ræða út af jarðeldunum.

„Miðað við þær náttúruhamfarir sem við höfum verið að eiga við í landinu á síðustu árum þá held ég að það sé enginn pólitíkus á íslandi að fara að skrifa upp á það í dag að fara að fjárfesta í flugvelli á Hvassahrauni,“ segir Njáll Trausti sem getur ekki ímyndað sér að nokkur sé tilbúinn í „slíkt ævintýri“.

Þægileg afsökun fyrir andstæðinga

Alexandra segir jarðeldana nú notaða af stjórnmálamönnum sem hafi frá öndverðu verið á móti því að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

„Auðvitað er það þægileg afsökun fyrir stjórnmálafólk sem bara vill þetta ekki og vill geta haft einhverja þægilega afsökun til að geta skrifað sig frá málinu,“ segir Alexandra og tekur fram að halda ætti fókus í málinu þar til og ef skýrslan langþráða dæmi Hvassahraunið úr leik. Fari svo þá sé Hvassahraunið ekki eini möguleikinn í stöðunni. Flugvöllur geti risið á öðrum stöðum.

Staðan sé þó sú að ef þessi litla áhætta sem Hvassahrauni stendur af náttúruhamförum útiloki flugvöll þá þurfi á sama tíma að velta fram spurningunni hvort sambærileg áhætta eigi ekki að útiloka frekari uppbyggingu á Reykjanesi eða í Hafnarfirði.

Njáll Trausti segist ekki skilja á hverju Alexandra byggir þetta mat sitt. Það liggi fyrir að sérfræðingar hafi stigið fram í umræðunni og varað við uppbyggingu í Hvassahrauni.

„Nú veist ég satt að segja ekki hvaða umræða fer fram borgarstjórn Reykjavíkur eða hjá meirihluta borgarinnar en það hefur ekki farið framhjá mér að margir af helstu jarðfræðingum og eldfjallafræðingum okkar Íslendinga hafa varað við þessari staðsetningu með þennan flugvöll .“

Njáll Trausti segir Alexöndru vera að drepa málinu á dreif með því að halda fram að engin náttúruvá sé fyrir hendi í Hvassahrauni.

„Alexandra er greinilega enn á þeim punkti að uppbygging eigi að halda áfram þarna úti á hraununum,“ sagði Njáll Trausti og við það bað Alexandra hann um að leggja sér ekki orð í munn. Staðan sé sú að borgin sé með samkomulag um rekstur flugvallarins við ríkið þar sem kveðið sé skýrt á um að Hvassahraun verði kannaður sem möguleg staðsetning á nýjum flugvelli. Á meðan því samkomulagi hefur ekki verið rift þá sé engin ástæða til að hverfa frá þessum áformum.“

Hundruð milljóna farin í að undirbúa byggð í Skerjafirði

Flokkur fólksins í Reykjavík telur útséð að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni til frambúðar en í færslu á Facebook-síðu flokksins í gær segir að flokkurinn hafi ítrekað beðið meirihlutann í borginni að staldra við með uppbyggingu í Skerjafirði þar til búið væri að komast að niðurstöðu um framtíðar flugvallarins. Meirihlutinn hafi þó þráast við og byrjað að skipuleggja þessa byggð „af hreinni þrákelkni“.

„Ítrekað bókaði Flokkur fólksins um þessi mál á þessu og síðasta kjörtímabili og lagði m.a til að beðið væri með uppbyggingu í Vatnsmýrinni þar sem lang líklegast var að flugvöllurinn væri ekki á förum. Það var í raun með ólíkindum hvað meirihlutinn þráaðist við í þessu máli. Koma átti flugvellinum í burtu með einum eða öðrum hætti. Byrjað var að skipuleggja byggð í bakgarði flugvallarins af hreinni þrákelkni.“

Með færslunni birtir flokkurinn fyrirspurn sem var lögð fram árið 2022 þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvað undirbúningsvinna við uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði hafi kostað. Þar kom fram að kostnaður sem hafði verið færður á verkefnið í ágúst árið 2022 nam þá 244 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“