fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 16:30

Ragnari Þór er ekki skemmt yfir PISA umræðunni hjá stjórnmálamönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, gagnrýnir stjórnmálamenn sem keppist við að skammast í skólafólki og gera niðurstöður PISA könnunar að kynjamáli. Staða íslenskra stúlkna sé heldur ekki nógu góð en áróðurinn snúist allur um drengi.

„Ef marka má umræður er einn meginvandi íslenskra skóla sá að stúlkur ná meiri námsárangri en drengir. Að minnsta kosti er þetta eitt meginstef tiltekinna afla sem fara nú mikinn í fjölmiðlum,“ segir Ragnar Þór í aðsendri grein á Vísi í dag.

Línan gangi út á að það hljóti að vera eitthvað að skólakerfi sem sé lagað að þörfum stúlkna en ekki drengja. Vandamálið sé ekki hjá drengjunum heldur kerfinu.

Lítill kynjamunur á Íslandi

Mikið er talað um læsi drengja í PISA prófum en Ragnar Þór bendir á að læsi sé á niðurleið á heimsvísu. Almenna reglan hafi verið sú að stúlkur standi sig betur í PISA lestrarprófum. Athygli vakti hér á Íslandi að stúlkur höfðu einnig forskot í stærðfræði, ólíkt hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur hins vegar flökt og drengir mældust sterkari árið 2022.

„Frá því Íslendingar hófu þátttöku í Pisa hefur forskot stúlkna í stærðfræði horfið með öllu á sama tíma og stúlkur hafa sótt í sig veðrið á hinum Norðurlöndunum,“ segir Ragnar Þór.

Þá bendir hann á að lestrarmunur hafi minnkað milli kynjanna hér á landi og á Norðurlöndunum sé hann einungis minni í Danmörku.

„Það er rétt að Ísland sker sig úr gagnvart hinum Norðurlöndunum þegar kynferði nemenda er skoðað. Við erum eina landið sem hefur glatað niður forskoti stúlkna gagnvart drengjum frá 2000 til 2022,“ segir Ragnar Þór.

Ísland sé með næst minnstan kynjamun í stærðfræði, í þriðja til fjórða sæti í vísindum og næst minnstan í lestri.

„Samt rúllar lestin áfram sem krefst þess að námsárangur á Pisa sé gerður að kynjamáli stúlkum í hag. Miklu eðlilegra hefði verið að hér á landi færi fram umræða um það hvers vegna stúlkum vegnar verr (því ekki eru strákarnir að bæta sig),“ segir hann.

Ísland glatað jafnræði sínu

Að mati Ragnars Þórs er kynjahalli ekki höfuðvandinn sem komi fram í PISA prófunum. Ekki heldur snjallsímar því skólar sem leyfa þá standa sig ekki betur en þeir sem banna.

Rótina sé að finna í því að Ísland hafi glatað jafnræði sínu. Það er hvort að nemendur tilheyri efri eða neðri lögum samfélagsins. Munurinn á milli þessara hópa var 59 stig árið 2009 og hefur aðeins aukist síðan þá. Þessi munur sé miklu meiri en kynjamunurinn.

„Árið 2022 tilheyrði rúmlega helmingur íslenskra nemenda efnahagslegri hástétt heimsins (sem er furðu lágt hlutfall þegar haft er í huga að Ísland er eitt af 10 ríkustu löndum heims). Um fjórðungur íslenskra nemenda er illa settur félags- og efnahagslega (þar af um helmingur innflytjenda). Ef þú tilheyrir hinni íslensku hástétt eru Pisa-niðurstöður þínar ekki undir meðaltali OECD að jafnaði. Þegar kom að stærðfræði munaði 72 stigum á íslenskum þjóðfélagshópum á stærðfræðiprófi Pisa 2022! Sjötíu og tveimur!“ segir Ragnar Þór.

Stjórnmálamenn tæta jöfnuðinn í sundur

Þegar komi að skólakerfinu sem jöfnunartæki beri stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Stjórnmálamenn sem hoppi upp á svið og skammist í skólafólki fyrir að tryggja ekki jöfnuð í skólanum á sama tíma og þeir hamist við að tæta jöfnuðinn í samfélaginu í sundur. Til dæmis með því að berjast gegn því að nemendur í viðkvæmri stöðu fái örugglega að borða eina heita máltíð á dag.

„Stóra breytan í því að íslensk ungmenni ná stöðugt verri árangri á Pisa er sú að sífellt stærri hópur býr við félagslegan raunveruleika sem grefur undan námsárangri. Þessi hópur stækkar og vandi hans eykst í beinu samhengi við versnandi árangur á Pisa. Allt tal um vanda drengja, sem grunnvanda skólakerfisins, er annað hvort misskilningur eða harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif,“ segir Ragnar Þór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir