fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Eyjan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar standa nágrannaþjóðum langt að baki þegar metinn er raunverulegur kaupmáttur en ekki einblínt tekjuhliðina. Þannig er kaupmáttur launa í Noregi 56 prósent meiri en hér á landi.

Í aðsendri grein á Eyjunni í gær birti Ole Anton Bieltvedt samanburð á kaupmætti nokkurra þjóða, sem Laenderdaten.info, virt þýsk efnahagsstofnun, gerði á tímabilinu 2022-23. Annars vegar voru reiknaðar út meðaltekjur þegna hvers lands og hins vegar hver framfærslukostnaður væri á mann.

Á tekjuhliðinni byggði stofnunin á VLF (vergri landsframleiðslu) og framfærslukostnaður var reiknaður út frá eftirfarandi þáttum:

  • Húsnæðiskostnaður; leiga, hiti, rafmagn, vatn
  • Matarkostnaður; matvælakarfan, drykkir, veitingastaðir
  • Fatnaður; Föt hvers konar og skótau
  • Heilsa og líkamsrækt; Lyf og læknar, snyrtivörur, heilsurækt
  • Ferðamennska; Bíll, bensín, olía og rafmagn, tryggingar, opinberar samgöngur
  • Frítími og menning; bíó, hljómleikar, leikhús, íþróttir, tómstundir
  • Samskipti; sími, internet, kapalsjónvarp, streymisþjónusta
  • Menntun; bækur, blöð, áskriftir, endurmenntunarnámskeið, skólagjöld.

Stofnunin stillti dæminu þannig upp að Þýskaland var grunnurinn, kaupmáttarvísitalan þar var sett á 100 stig.

Dæmi um lönd þar sem kaupmátturinn er meiri en í Þýskalandi eru:

  • Noregur – 133,6
  • Lúxemborg – 131,5
  • Færeyjar – 114,1
  • Írland – 113,1
  • Sviss – 110,7
  • Bandaríkin – 109,4
  • Svíþjóð – 104,8
  • Holland – 104,4
  • Austurríki – 102,6

Allar þessar þjóðir búa við meiri efnahagslega velferð en Þjóðverjar. Ísland er ekki í þessum hópi.

Sjá einnig: Ole Anton Bieltvedt skrifar:
Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Kaupmáttur á Íslandi er einungis 85,6 prósent af því sem hann er í Þýskalandi. Í Noregi er kaupmátturinn þannig 56 prósentum meiri en hér á landi og okkar næstu nágrannar, Færeyingar, njóta 33 prósent meiri kaupmáttar en við hér á Fróni.

Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra landsins, hefur verið mikið í því að lýsa yfir ánægju sinni með það, hversu gott við hefðum það hér, væntanlega þökk honum, Sjálfstæðisflokknum og þeirra samherjum. Telja verður þar Framsóknarflokkinn með. Því miður kemur hér annað á daginn.

Flestir, sem við erum að bera okkur saman við, koma mun betur út en við. Færeyingar, sem eru aðeins um 55 þúsund manns – auðvitað er miklu dýrara að halda svo fámennu þjóðfélagi úti, en þeim, sem stærri eru – landstjórnin þar tryggir íbúum sínum meira að segja þriðjungi meiri velferð en ríkisstjórn Íslands hefur tekizt að tryggja Íslendingum.

Það hlýtur að fara að koma að því, að landsmenn átti sig á, að það er kominn tími á Bjarna Ben, Sigurð Inga og allt það blessaða lið,“ Skrifar Ole Anton Bieltvedt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”