fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Trump þvertekur fyrir að tengjast umdeildri áætlun sem á að gjörbreyta Bandaríkjunum

Eyjan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 07:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum starfsfólk Donald Trump hefur sett saman handbók um hvernig haga á valdatöku hans ef hann sigrar í forsetakosningunum í nóvember. Handbókin, eða áætlunin, nefnist „Project 25“ og segja sumir hana vera aðvörun um hvað sé í vændum ef Trump kemst til valda. Aðrir telja að bókin sé bara draumórar áhrifamikilla einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna.

Á föstudaginn reyndi Trump að taka afstöðu gegn þessari áætlun sem er mjög umdeild. „Ég veit ekkert um Project 25. Ég hef ekki hugmyndum hver stendur á bak við þetta,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem er í hans eigu.

En það eru margir fyrrum embættismenn úr stjórn Trump sem eru í forsvari fyrir áætlunina og hin íhaldssama hugveita Heritage Foundation kemur að verkinu.

Meðal mikilvægustu þátta í áætluninni er að „endurheimta sjálfsákvörðunarrétt almennings“ og „að endurreisa fjölskylduna sem miðpunktinn í lífi Bandaríkjamanna og vernda börnin okkar.“

Áætlunin er einhverskonar handbók um hvernig fyrstu 180 dagarnir verða hjá nýjum forseta. Margt í áætluninni er í takt við stefnu Trump, þar á meðal að taka hart á innflytjendamálum og að hreinsa til í skrifræðinu innan alríkisstjórnarinnar. Það á að gera með því að gera yfirvöldum auðveldara fyrir við að losa sig við embættismenn.

Einn af aðalpunktum áætlunarinnar er að skipta mörg þúsund embættismönnum í stjórnkerfinu út og setja fólk hliðhollt Trump í stöðurnar og stýra yfirvöldum í átt að íhaldssamri hugmyndafræði.

En áætlunin inniheldur einnig mjög umdeildar og íhaldssamar hugmyndir sem Trump hefur ekki lagt til. Þar á meðal eru bann við klámi, að almannatryggingakerfið hætti að sjá konum fyrir pillum, sem eru teknar í varúðarskyni eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun, og að hætt verði að útvega körlum getnaðarvarnir. Einnig á að gera fullorðnu trans fólki erfiðara fyrir við að fara í kynskiptaaðgerð.

Einnig er lagt til að markaðsleyfi þungunarrofspillunnar miferpriston verði afturkallað. Trump hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki koma í veg fyrir að konur hafi aðgang að þessari pillu.

Í færslu sinni lagði Trump áherslu á að hann vilji ekki láta tengja sig við þetta verkefni. „Ég er ósammála sumu af því sem þeir segja og sumt af því sem þeir segja er algjörlega fáránlegt og viðbjóðslegt. Hvað sem þeir gera, þá óska ég þeim góðs gengis en þetta er mér algjörlega óviðkomandi,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð